Lífið

Jólatónleikar NFFG í Vídalínskirkju

Arnar Gunnarsson skrifar
Dikta
Dikta
Það hefur margsannað sig að til þess að komast í gegnum hinn erfiða próftíma, þarf að hafa eitthvað að hlakka til. Þannig telja t.d. busarnir niður í 12.desember, en þá kemur Stekkjastaur til byggða, fyrstu jólasveinanna.

En hinir eldri nemendur FG þurfa að finna sér eitthvað annað að hlakka til. Þar sem ekki hefur skapast hefð hjá NFFG að halda jólaböll var þeirri stórgóðu hugmynd hrint í framkvæmd að halda jólatónleika, og þá er ekki verið að tala um eitthvað Frostrósarkjaftæði.

Jónatónleikarnir verða haldnir í Vídalínskirkju þann 15.desember og það eru enginn smánöfn sem munu koma fram; Dikta, Pétur Ben, Our Lives ásamt hinum efnilega Daníel Jón.

Tónleikarnir verða „acoustic“ eða órafmagnaðir og mun það aðeins auka á þá magnþrungnu stemmingu sem mun ríkja á þessum einstöku tónleikum.

Almennt miðaverð er 2000 kr. en þeir sem eru þess heiðurs aðnjótandi að vera meðlimir í NFFG fá miðann á aðeins 1500 kr.

Nálgast má miða í versluninni Ilsen Jacobsen á Garðatorgi en NFFG meðlimir kaupa sinn miða í andyri skólans.

Takmarkað magn er til af miðum og því hvetjum við fólk eindregið til þess að kaupa miða sem fyrst.



Þessi frétt er skrifuð af fulltrúa FG fyrir Skólalífið á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.