Lán frá AGS dregst líklega til loka ágúst 29. júlí 2009 06:00 Heildarlánveiting AGS til Íslands nemur 2,1 milljarðs dollara. Í nóvember voru greiddar 827 milljónir dala og átti afgangurinn að greiðast í átta jöfnum greiðslum. Mynd/Vilhelm Líklegast er að fyrirgreiðsla frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) frestist fram til loka ágúst. Taka á málefni Íslands fyrir hjá AGS næsta mánudag, 3. ágúst. Stjórnarliðar segja ástæðu frestunarinnar vera að ekki hafi náðst að klára Icesave-málið, sem ekki verður rætt fyrr en í fyrsta lagi 4. ágúst. Aðrar heimildir Fréttablaðsins herma að ástæðan sé líklega sú að ekki sé búið að ljúka endurfjármögnun bankanna, sem ljúka átti í febrúar. Eftir fund AGS 3. ágúst fer sjóðurinn í hlé til ágústloka. En setur AGS það skilyrði að Icesave-málinu verði lokið? „Það liggur í loftinu að Icesave er aðalhindrunin í veginum og þá verða menn bara að horfast í augu við það," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Samkomulag náðist milli Íslands og AGS í nóvember um 2,1 milljarðs dollara lán til Íslands, sem er um 265 milljarðar króna. Fyrsti hluti lánsins var greiddur út í nóvember og átti afgangurinn að greiðast í átta afborgunum á þriggja mánaða fresti. Engar greiðslur hafa borist frá því í nóvember en fyrirgreiðslur, sem og endurskoðun áætlunar AGS og Íslands, áttu að vera í febrúar og maí en hefur verið frestað tvisvar. „Eins og stendur þá vonum við enn að fyrirgreiðslan geti átt sér stað. Eitt er hins vegar víst að allt er klárt af hálfu íslenskra stjórnvalda og það höfum við fengið staðfest hjá AGS. Það er þá eitthvað annað en það sem snertir íslensk stjórnvöld sem kæmi í veg fyrir málið," segir Steingrímur. Drátturinn sem yrði ef ekki væri hægt að ljúka þessu á mánudag er bagalegur, að mati Steingríms því AGS fari í frí til loka ágúst. Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, segir nefndina vinna að Icesave-samningnum óháð samvinnu við AGS. „Við gerðum okkur grein fyrir að 3. ágúst væri umsagnardagur en ákváðum að taka okkur þann tíma sem við þurfum í þetta," segir Guðbjartur. Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í efnahags- og skattanefnd, segir það skipta litlu hvað peninga varðar ef áætluninni seinkar. Þeir peningar myndu ekki kippa öllu í liðinn. „Þetta er hins vegar bagalegt upp á orðspor og annað slíkt að þetta dragist í sífellu," segir Tryggvi. Ekki náðist í Franek Rozwadowski, fulltrúa AGS á Íslandi, við vinnslu fréttarinnar í gær. Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Líklegast er að fyrirgreiðsla frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) frestist fram til loka ágúst. Taka á málefni Íslands fyrir hjá AGS næsta mánudag, 3. ágúst. Stjórnarliðar segja ástæðu frestunarinnar vera að ekki hafi náðst að klára Icesave-málið, sem ekki verður rætt fyrr en í fyrsta lagi 4. ágúst. Aðrar heimildir Fréttablaðsins herma að ástæðan sé líklega sú að ekki sé búið að ljúka endurfjármögnun bankanna, sem ljúka átti í febrúar. Eftir fund AGS 3. ágúst fer sjóðurinn í hlé til ágústloka. En setur AGS það skilyrði að Icesave-málinu verði lokið? „Það liggur í loftinu að Icesave er aðalhindrunin í veginum og þá verða menn bara að horfast í augu við það," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Samkomulag náðist milli Íslands og AGS í nóvember um 2,1 milljarðs dollara lán til Íslands, sem er um 265 milljarðar króna. Fyrsti hluti lánsins var greiddur út í nóvember og átti afgangurinn að greiðast í átta afborgunum á þriggja mánaða fresti. Engar greiðslur hafa borist frá því í nóvember en fyrirgreiðslur, sem og endurskoðun áætlunar AGS og Íslands, áttu að vera í febrúar og maí en hefur verið frestað tvisvar. „Eins og stendur þá vonum við enn að fyrirgreiðslan geti átt sér stað. Eitt er hins vegar víst að allt er klárt af hálfu íslenskra stjórnvalda og það höfum við fengið staðfest hjá AGS. Það er þá eitthvað annað en það sem snertir íslensk stjórnvöld sem kæmi í veg fyrir málið," segir Steingrímur. Drátturinn sem yrði ef ekki væri hægt að ljúka þessu á mánudag er bagalegur, að mati Steingríms því AGS fari í frí til loka ágúst. Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, segir nefndina vinna að Icesave-samningnum óháð samvinnu við AGS. „Við gerðum okkur grein fyrir að 3. ágúst væri umsagnardagur en ákváðum að taka okkur þann tíma sem við þurfum í þetta," segir Guðbjartur. Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í efnahags- og skattanefnd, segir það skipta litlu hvað peninga varðar ef áætluninni seinkar. Þeir peningar myndu ekki kippa öllu í liðinn. „Þetta er hins vegar bagalegt upp á orðspor og annað slíkt að þetta dragist í sífellu," segir Tryggvi. Ekki náðist í Franek Rozwadowski, fulltrúa AGS á Íslandi, við vinnslu fréttarinnar í gær.
Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent