Mandelson veldur taugatitringi með evru-ummælum 13. júní 2009 11:07 Mandelson lávarður, viðskiptaráðherra Bretlands hefur valdið miklum taugatitringi innan ríkisstjórnar sinnar og Verkamannaflokksins eftir að hann lýsti því yfir í Berlín í gærdag að Bretar ættu að taka upp evruna. Í umfjöllunDaily Mail um málið segir að ummælin verði að skoða í því ljósi að Mandelson er nú næstvaldamesti ráðherrann í stjórninni eftir nýlega uppstokkun. Og yfirlýsing viðskiptaráðherrans gengur þvert gegn skoðunum Gordon Brown forsætisráðherra í málinu. Blaðið nefnir einnig til sögunnar að þetta sé í fyrsta skipti í fjögur ár að ráðherra í stjórn Bretlands ræðir um evruna sem æskilegri valkost en pundið sem gjaldmiðil landsins. Mandelson, sem var í opinberri heimsókn í Berlín, sagði m.a. að það væri mikilvægt að Bretlandi stefni að því að taka upp sama gjaldmiðil og gilti á þeim sameiginlega markaði sem landið tilheyrði. „Af augljósum ástæðum," eins ráðherrann orðaði það en benti jafnframt á að þetta væri verkefni framtíðarinnar og að ákvörðunina yrði að taka við „réttar kringumstæður." Hinsvegar sagði Mandelson að það væri algerlega ljóst að evran hefði verið árangursríkt akkeri í brotsjóum fjármálakreppunnar fyrir meðlimi evrusvæðisins. Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Mandelson lávarður, viðskiptaráðherra Bretlands hefur valdið miklum taugatitringi innan ríkisstjórnar sinnar og Verkamannaflokksins eftir að hann lýsti því yfir í Berlín í gærdag að Bretar ættu að taka upp evruna. Í umfjöllunDaily Mail um málið segir að ummælin verði að skoða í því ljósi að Mandelson er nú næstvaldamesti ráðherrann í stjórninni eftir nýlega uppstokkun. Og yfirlýsing viðskiptaráðherrans gengur þvert gegn skoðunum Gordon Brown forsætisráðherra í málinu. Blaðið nefnir einnig til sögunnar að þetta sé í fyrsta skipti í fjögur ár að ráðherra í stjórn Bretlands ræðir um evruna sem æskilegri valkost en pundið sem gjaldmiðil landsins. Mandelson, sem var í opinberri heimsókn í Berlín, sagði m.a. að það væri mikilvægt að Bretlandi stefni að því að taka upp sama gjaldmiðil og gilti á þeim sameiginlega markaði sem landið tilheyrði. „Af augljósum ástæðum," eins ráðherrann orðaði það en benti jafnframt á að þetta væri verkefni framtíðarinnar og að ákvörðunina yrði að taka við „réttar kringumstæður." Hinsvegar sagði Mandelson að það væri algerlega ljóst að evran hefði verið árangursríkt akkeri í brotsjóum fjármálakreppunnar fyrir meðlimi evrusvæðisins.
Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira