Fótbolti

Lampard ekki með gegn Brössum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Frank Lampard meiddist á læri á æfingu með enska landsliðinu og mun því ekki leika með liðinu gegn Brasilíu á laugardag.

Læknar enska landsliðsins fóru vel yfir málin og að lokinni skoðun var ákveðið að senda Lampard heim frá Katar í kvöld.

Fabio Capello mun ekki velja neinn mann í stað Lampards.

Þegar vantar í enska landsliðið David Beckham, Steven Gerrard, Ashley Cole, David James, Rio Ferdinand og Emile Heskey.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×