Innlent

Missti húsið til bankans og stórskemmdi það

Sólmundur Hólm Sólmundarson skrifar

Karlmaður á Álftanesi stórskemmdi fyrr í dag íbúðarhús sem hann hafði nýverið misst í hendur banka. Maðurinn notaðist við gröfu til verksins en einnig gróf hann númerslausan bíl ofan í lóðina. Þá fékk hann kvikmyndafyrirtækið Kukl ehf. til þess að taka verknaðinn upp á myndbandsupptökuvél.

Húsið sem um ræðir er nýlegt timburhús, byggt árið 2003 og stendur við Hólmatún á Álftanesi. Það er sem fyrr segir stórskemmt en maðurinn var handtekinn af lögreglu þegar hann var á förum frá húsinu.

Að sögn Gunnars Hilmarssonar, aðalvarðstjóra Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, var maðurinn sem er á sextugsaldri, rólegur þegar hann var handtekinn. Hann er nú í skýrslutöku en óvíst er hvort maðurinn verði áfram í haldi lögreglu að henni lokinni.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×