Viðskipti innlent

Eimskip féll um rúm 45 prósent

Markaðsverðmæti Eimskipafélagsins nemur nú rétt rúmum einum milljarði króna. Gengi bréfa í félaginu hrundi um rúm 45 prósent í dag.
Markaðsverðmæti Eimskipafélagsins nemur nú rétt rúmum einum milljarði króna. Gengi bréfa í félaginu hrundi um rúm 45 prósent í dag. Mynd/Teitur

Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu féll um 45,55 prósent í Kauphöllinni í dag og stendur það nú í 55 aurum á hlut. Markaðsverðmæti skipaflutningafélagsins miðað við stöðuna er rétt rúmur einn milljarður króna.

Þá féll gengi bréfa í Straumi um 3,19 prósent. Fjárfestingabankinn birti uppgjör sitt í dag. Hann tapaði 105 milljörðum króna, sem er met í íslenskri fyrirtækjasögu.

Á sama tíma hækkaði gengi bréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, um 8,14 prósent, Marel Food Systems um 0,67 prósent, Bakkavarar um 0,54 prósent og Össurar um 0,31 prósent.

Úrvalsvísitalan gamla (OMXI15) lækkaði um 0,68 prósent og stendur í 309 stigum. Nýja vísitalan (OMXI6) lækkaði um 0,37 prósent á sama tíma og stendur hún nú í 876,46 stigum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×