Handbolti

Kiel rúllaði yfir Kára og félaga

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Kiel komst á topp síns riðils í Meistaradeildinni er liðið valtaði yfir Kára Kristján Kristjánsson og félaga í Amicitia Zurich, 42-24. Staðan í hálfleik var 18-12 fyrir Kiel.

Sigur Kiel var afar auðveldur og Alfreð Gíslason þjálfari skipti alveg um lið í hálfleik.

Aron Pálmarsson skoraði eitt mark fyrir Kiel og lagði upp fjölda annarra. Kári Kristján skoraði 5 mörk fyrir Amicitia og skoraði úr öllum sínum skotum.

Kiel á toppnum með 9 stig, Barcelona í öðru sæti með 8. Zurich er í næstneðsta sæti riðilsins með eitt stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×