Klukkutíma tímataka breyttist í 3 stunda maraþon í Brasilíu í dag, þar sem veðurguðirnir léku stórt hlutverk, en heimamaðurinn Rubens Barrichello var þó í aðalhlutverki. Hann náði besta tíma á hálli braut, en keppinautar hans um titilinn eru í fjórtánda og sextánda sæti.
Barrichello, Button og Vettel eiga allir möguleika á titilinum, en Barrichello jók möguleika sína verulega fyrir framan alla fjölskyldu sína og fagnandi heimamenn. Mark Webber á Red Bull náði öðrum besta tíma, en rigning og vosbúð töfðu tímatökuna um 2 klukkutíma.
Mikið var um útafakstur og óhöpp í brautinni og keppnisstjórn þurfti margsinnis að endurræsa tímatökuna vegna þessa.
En úrslitin í tímatökunni minn á gott Hollywood handrit, þar sem heimameðurinn á nú góða möguleika á að sækja verulega á 14 stiga forskot Button í stigamótinu þegar tveimur mótum er olokið.