Viðskipti erlent

IBM í viðræðum um kaup á Sun Microsystems

Wall Street Journal (WSJ) greinir frá því í dag að IBM sé í viðræðum um að kaupa Sun Microsystems fyrir 6,5 milljarða dollara eða rúmlega 700 milljarða kr.

Samkvæmt þessu eru kaupverðið 100% hærra en núverandi markaðsverðmæti Sun Microsystems.

Að sögn WSJ myndu kaupin á Sun efla mjög starfsemi IBM á netinu, í gagnageymslu og viðskiptum við ríki og símafélög.

Sun Microsystems hefur verið að leita að nýjum eigendum undanfarna mánuði. Fylgir sögunni að Hewlett-Packard hafi nýlega hafnað boði um að kaupa félagið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×