Tveir leikir fóru fram í 16-liða úrslitum UEFA-bikarkeppninnar í kvöld en þeim lýkur með sex leikjum annað kvöld.
Werder Bremen komst áfram í fjórðungsúrslitin eftir að hafa gert 2-2 jafntefli við St. Etienne á útivelli. Bremen vann samanlagt 3-2.
Sebastian Prödl og Claudio Pizarro komu Þjóðverjunum í 2-0 í fyrri hálfleik en þeir frönsku skoruðu tvívegis í síðari hálfleik. Síðara markið kom í uppbótartíma.
Marseille er komið áfram eftir að hafa gert 2-2 jafntefli við Ajax í kvöld. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 2-1, Ajax í vil, en fyrri leik liðanna lauk með 2-1 sigri Marseille.
Því þurfti að framlengja leikinn en það var Tyrone Mears sem skoraði markið mikilvæga fyrir Marseille á 110. mínútu leiksins. Leikurinn fór fram á heimavelli Ajax.
Bremen og Marseille áfram
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn


Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn



Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti

„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti


