Innlent

Kostur opnaður - Jón tók í höndina á öllum

Matvöruverslunin Kostur opnaði fyrir viðskiptavinum í dag eftir tölvuvandræði í upphafi dags. Þau hafa nú verið leyst og sala gengur að mestu leyti greiðlega fyrir sig.

Stöðugur straumur fólks hefur legið í verslunina frá því í morgun. Í tilkynningu segir að starfsfólkið lýsi andrúmsloftinu líkt og að þjóðhátíðarstemning ríki. Til þess að kóróna þann sérstæða anda þá spilar hljómsveitin Land og Synir fyrir gesti í miðri versluninni, ásamt fleira tónlistarfólki.



Viðskiptavinir virðast kunna að meta verslunina og eru ekki síst spenntir að prófa ný vörumerki sem leynast í hillunum. Jón Gerald Sullenberger framkvæmdastjóri Kosts hefur staðið vaktina við innganginn, þrátt fyrir að vera nær ósofinn, og heilsað hverjum einasta viðskiptavini með handabandi. Opið er í dag kl.18:00 og opnar aftur á morgun kl.12:00. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.kostur.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×