Sport

Murray í annað sæti heimslistans

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andy Murray.
Andy Murray. Nordic Photos / AFP
Bretinn Andy Murray tryggði sér annað sæti á heimslistanum í tennis í fyrsta sinn á sínum ferli.

Murray vann sigur á Frakkanum Jo-Wilfried Tsonga á móti í Montreal í Kanada í gærkvöldi. Með sigrinum tryggði hann sér sæti í úrslitum mótsins þar sem hann mætir annað hvort Juan Martin del Potro eða Andy Roddick.

Með sigrinum tryggði hann sér nægilega mörg stig til að komast upp fyrir Rafael Nadal á heimslistanum sem gefinn verður út í næstu viku.

Þetta er í fyrsta sinn síðan 2005 sem Nadal og Roger Federer frá Sviss eru ekki í efstu tveimur sætunum. Federer er í efsta sætinu.

Murray hafði náð hæst allra Breta á listanum síðan hann var kynntur til sögunnar árið 1973 með því að ná þriðja sætinu.

Bæði Federer og Nadal féllu úr leik í fjórðungsúrslitum mótsins í Montreal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×