Erlent

Hengdu drengina upp á króka

Myndin er sviðsett.
Myndin er sviðsett.

Svíþjóð Hjón á fimmtugsaldri í Dölunum í Svíþjóð hafa verið ákærð fyrir ofbeldi gegn þremur drengjum sem þau voru með í fóstur á árunum 2004-2007.

Málið kom upp á yfirborðið þegar drengirnir sögðu núverandi fósturforeldrum frá vistinni á bænum í Dölunum. Gömlu fósturforeldrarnir halda því fram að þeir ljúgi.

Drengirnir voru allir undir sex ára aldri, að sögn Dagbladet, þegar þeir voru meðal annars neyddir ofan í poka, bundið fyrir og pokarnir hengdir upp á króka í þakinu á bóndabýli í Dölunum. Þarna voru drengirnir látnir hanga í marga klukkutíma án matar og vatns.

Í öðrum tilvikum voru þeir bundnir við bjálka, hengdir upp á fótunum eða þvingaðir til að liggja úti í snjónum á nærbuxunum einum fata.- ghs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×