Viðskipti innlent

Breska Fjármálaeftirlitið var varað við yfirtöku Kaupþings á S&F

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Shearer sagði að stjórnendur Kaupþings væru ekki færir um að reka Singer og Friedlander. Sigurður Einarsson var stjórnarformaður Kaupþings.
Shearer sagði að stjórnendur Kaupþings væru ekki færir um að reka Singer og Friedlander. Sigurður Einarsson var stjórnarformaður Kaupþings.

Forstjóri Singer & Friedlander varaði Breska Fjármálaeftirlitið við því að heimila yfirtöku Kaupþings á bankanum árið 2005. Þetta kemur fram á vef breska blaðsins Times í kvöld.

Þar kemur fram að forstjórinn, Tony Shearer, muni á morgun segja fjármálanefnd breska þingsins (e Treasury Select Committe) að hann og aðrir stjórnendur Singer Friedlander hafi sagt Breska Fjármálaeftirlitinu að stjórnendur Kaupþings væru ekki hæfir til þess að reka bankann. Shearer fullyrðir að Fjármálaeftirlitið hafi samþykkt yfirtökuna í allt of miklum flýti. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Shearer sendi fjármálanefndinni og var lekið í fjölmiðla. Í bréfinu segir Shearer jafnframt að flestir, ef ekki allir í stjórn Singer & Friedlander, hafi deilt með honum áhyggjum hans af yfirtöku Kaupþings á bankanum.

Sem kunnugt er var Kaupþing banki þjóðnýttur í haust eftir að breska ríkisstjórnin frysti Singer Friedlander.


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×