Enski boltinn

Redknapp myndi ráða Grant

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Avram Grant, stjóri Chelsea.
Avram Grant, stjóri Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Harry Redknapp myndi ráða Avram Grant sem knattspyrnustjóra Portsmouth ef hann myndi einhverju ráða um það.

Redknapp var áður stjóri Portsmouth en liðinu hefur gengið skelfilega það sem af er tímabili og er í neðsta sæti deildarinnar. Fyrir stuttu var Grant, fyrrum stjóri Chelsea, ráðinn sem yfirmaður íþróttamála hjá Portsmouth.

Paul Hart var svo sagt upp störfum sem knattspyrnustjóra Portsmouth í gær.

Talið er að Grant hafi ekki áhuga á að taka við stöðu knattspyrnustjóra en Redknapp telur að hann væri besti kosturinn í stöðunni.

„Það kæmi mér á óvart ef Grant myndi ekki enda sem knattspyrnustjóri liðsins. Þetta er gott tækifæri fyrir hann að koma sér aftur í þjálfun. En hann verður sjálfur að ákveða hvað hann vill gera."

„En ef ég mætti velja myndi ég velja hann."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×