Leyniglærum Kaupþings lekið: Gífurlegar fjármagnshreyfingar Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 31. júlí 2009 19:46 Höfuðstöðvar Kaupþings. Mynd/Valli Upplýsingum um gífurlegar fjármagnshreyfingar, ný lán og afskriftir, innan Kaupþingssamstæðunnar rétt fyrir fall hans hefur verið lekið á netið, að því er fram kemur í kvöldfréttum RÚV. Upplýsingarnar eru tvöhundruð blaðsíðna glæruyfirlit frá örlagaríkum fundi lánanefndar bankans 25. september í fyrra. Glærurnar voru settar á heimasíðuna Wikileaks, sem ætluð er til að hýsa leka af þessu tagi. Þar koma í ljós há lán til kjölfestueigenda bankans, þar á meðal ellefu fyrirtækja í Exista-fjölskyldunni upp á ríflega 300 milljarða að núvirði. Robert Tchenguiz, stjórnarmaður í Exista, og aðilar eða fyrirtæki tengd honum fengu fyrirgreiðslu upp á 330 milljarða króna. Þá hafa fyrirtæki sem tengjast Kjalari og Ólafi Ólafssyni í Samskipum verið með fyrirgreiðslu upp á 140 milljarða ef Alfesca er tekið með, segir í frétt RÚV. Að auki hafi fyrirtæki tengd Baugsfjölskyldunni fengið lánafyrirgreiðslu upp á samtals 320 milljarða króna á núverandi gengi. Birting upplýsinganna hefur að sögn valdið titringi innan Kaupþings, en lögfræðideild Kaupþings mun hafa varað fréttastofu RÚV við og bent á að notkun upplýsinganna gæti leitt til málsókna. Þá krafðist bankinn þess við umsjónarmenn Wikileaks að þeir fjarlægðu gögnin af síðunni - sem þeir neituðu fullum hálsi. Samkvæmt heimildum RÚV fóru miklar tilfærslur á fjármunum af stað í kjölfar fundar lánanefndarinnar sem vöktu illan grun hjá breska fjármálaeftirlitinu og urðu til þess að Gordon Brown sendi sérstakar fyrirspurnir til Geirs Haarde, þáverandi forsætisráðherra. Háaum fjárhæðum hafi fram að hruni verið varið í ný lán og stórar fjárhæðir afskrifaðar. Glæruyfirlitið má sjá á WikiLeaks hér, eða sækja það sem skjal hér að neðan. Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Upplýsingum um gífurlegar fjármagnshreyfingar, ný lán og afskriftir, innan Kaupþingssamstæðunnar rétt fyrir fall hans hefur verið lekið á netið, að því er fram kemur í kvöldfréttum RÚV. Upplýsingarnar eru tvöhundruð blaðsíðna glæruyfirlit frá örlagaríkum fundi lánanefndar bankans 25. september í fyrra. Glærurnar voru settar á heimasíðuna Wikileaks, sem ætluð er til að hýsa leka af þessu tagi. Þar koma í ljós há lán til kjölfestueigenda bankans, þar á meðal ellefu fyrirtækja í Exista-fjölskyldunni upp á ríflega 300 milljarða að núvirði. Robert Tchenguiz, stjórnarmaður í Exista, og aðilar eða fyrirtæki tengd honum fengu fyrirgreiðslu upp á 330 milljarða króna. Þá hafa fyrirtæki sem tengjast Kjalari og Ólafi Ólafssyni í Samskipum verið með fyrirgreiðslu upp á 140 milljarða ef Alfesca er tekið með, segir í frétt RÚV. Að auki hafi fyrirtæki tengd Baugsfjölskyldunni fengið lánafyrirgreiðslu upp á samtals 320 milljarða króna á núverandi gengi. Birting upplýsinganna hefur að sögn valdið titringi innan Kaupþings, en lögfræðideild Kaupþings mun hafa varað fréttastofu RÚV við og bent á að notkun upplýsinganna gæti leitt til málsókna. Þá krafðist bankinn þess við umsjónarmenn Wikileaks að þeir fjarlægðu gögnin af síðunni - sem þeir neituðu fullum hálsi. Samkvæmt heimildum RÚV fóru miklar tilfærslur á fjármunum af stað í kjölfar fundar lánanefndarinnar sem vöktu illan grun hjá breska fjármálaeftirlitinu og urðu til þess að Gordon Brown sendi sérstakar fyrirspurnir til Geirs Haarde, þáverandi forsætisráðherra. Háaum fjárhæðum hafi fram að hruni verið varið í ný lán og stórar fjárhæðir afskrifaðar. Glæruyfirlitið má sjá á WikiLeaks hér, eða sækja það sem skjal hér að neðan.
Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira