Endurgreiði styrkinn frá Neyðarlínunni 23. mars 2009 16:15 Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að afþakka 300 þúsund króna framlag sem Neyðarlínan veitti flokknum árið 2007 og endurgreiða það. Ríkisendurskoðun birti á föstudaginn útdrætti úr ársreikningum stjórnmálaflokkanna 2007. Þar kom meðal annars í ljós að Neyðarlínan styrkti Sjálfstæðisflokkinn um 300 þúsund krónur. Neyðarlínan var ekki orðið opinbert hlutafélag þegar flokkurinn falaðist eftir framlaginu en félagið var hinsvegar í meirihlutaeigu ríkisins. „Mín skoðun er sú að opinbert hlutafélag eins og Neyðarlínan eigi ekki að styðja stjórnmálaflokka og að stjórnamálaflokkar eigi ekki að taka við styrkjum frá félögum í eigu hins opinbera," segir Sigurður í pistli á heimasíðu sinni. Jafnframt telur Sigurður að Framsóknarflokkurinn eigi að endurgreiða 90 þúsund króna framlag frá utanríkisráðuneytinu. Það sama eigi við um Samfylkinguna og Vinstri græna sem fengu, auk Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokksins, fjárstyrki frá Íslandspósti hf. sem sé í opinberi eigu. Sigurður bendir á að fjárframlög ríkisins til stjórnmálaflokkanna fyrir árið 2007 hafi verið samtals rúmlega 425 milljónir króna. „Ríkið styrkir starfsemi stjórnmálaflokkanna afar ríflega með beinum fjárframlögum, eins og hér hefur verið rakið. Viðbótarframlög frá félögum og stofnunum í eigu hins opinbera eiga ekki að viðgangast, enda koma þau úr sömu vösum og beinu ríkisframlögin, þ.e. úr vösum skattgreiðenda." Pistil Sigurðar er hægt að lesa hér. Kosningar 2009 Tengdar fréttir Neyðarlínan styrkti Sjálfstæðisflokkinn Opinbera hlutafélagið Neyðarlínan ohf greiddi Sjálfstæðisflokknum þrjúhundruð þúsund krónur í framlag til kosningabaráttu flokksins fyrir síðustu kosningar. Hámarks framlag til stjórnmálaafls eru þrjú hundruð þúsund krónur. Athygli vekur að ríkissjóður á 73,6 prósent í Neyðarlínunni, restin skiptist á milli Reykjavíkurborgar, Landsvirkjunnar og Orkuveitu Reykjavíkur. 21. mars 2009 11:25 Sjálfstæðisflokkur braut lög Sjálfstæðisflokkur braut lög þegar hann veitti þrjú hundruð þúsund króna styrk frá Neyðarlínunni viðtöku. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir að honum hafi ekki verið kunnugt um að styrkveitingin væri lögbrot. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 22. mars 2009 00:00 Utanríkisráðherrann Valgerður styrkti eigin flokk Utanríkisráðuneytið styrkti Framsóknarflokkinn um nítíu þúsund krónur árið 2006 samkvæmt gögnum Ríkisendurskoðunar um fjárframlög til stjórnmálaflokka. Þá var Framsóknarkonan Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra en hún gengdi því embætti frá 2006-2007. 21. mars 2009 15:01 Neyðarlínan var í meirihlutaeigu ríkisins Neyðarlínan var ekki orðinn opinbert hlutafélag þegar Sjáfstæðisflokkurinn falaðist eftir framlagi til flokksins en félagið var hinsvegar í meirihlutaeigu ríkisins. 21. mars 2009 12:18 Ungir Framsóknarmenn fengu styrk Valgerðar „Þessu styrkur var fyrir norræna ráðstefnu ungs fólks sem Samband ungra Framsóknarmanna áttu aðild að, en styrkurinn var í gegnum þá," segir Valgerður Sverrisdóttir, fyrrum utanríkisráðherra, en í skýrslu ríkisendurskoðunar um fjárframlög til stjórnmálaflokka kemur fram að utanríkisráðuneytið hafi styrkt Framsóknarflokkinn um nítíu þúsund krónur. Þá gegndi Valgerður stöðu utanríkisráðherra. 21. mars 2009 16:19 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að afþakka 300 þúsund króna framlag sem Neyðarlínan veitti flokknum árið 2007 og endurgreiða það. Ríkisendurskoðun birti á föstudaginn útdrætti úr ársreikningum stjórnmálaflokkanna 2007. Þar kom meðal annars í ljós að Neyðarlínan styrkti Sjálfstæðisflokkinn um 300 þúsund krónur. Neyðarlínan var ekki orðið opinbert hlutafélag þegar flokkurinn falaðist eftir framlaginu en félagið var hinsvegar í meirihlutaeigu ríkisins. „Mín skoðun er sú að opinbert hlutafélag eins og Neyðarlínan eigi ekki að styðja stjórnmálaflokka og að stjórnamálaflokkar eigi ekki að taka við styrkjum frá félögum í eigu hins opinbera," segir Sigurður í pistli á heimasíðu sinni. Jafnframt telur Sigurður að Framsóknarflokkurinn eigi að endurgreiða 90 þúsund króna framlag frá utanríkisráðuneytinu. Það sama eigi við um Samfylkinguna og Vinstri græna sem fengu, auk Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokksins, fjárstyrki frá Íslandspósti hf. sem sé í opinberi eigu. Sigurður bendir á að fjárframlög ríkisins til stjórnmálaflokkanna fyrir árið 2007 hafi verið samtals rúmlega 425 milljónir króna. „Ríkið styrkir starfsemi stjórnmálaflokkanna afar ríflega með beinum fjárframlögum, eins og hér hefur verið rakið. Viðbótarframlög frá félögum og stofnunum í eigu hins opinbera eiga ekki að viðgangast, enda koma þau úr sömu vösum og beinu ríkisframlögin, þ.e. úr vösum skattgreiðenda." Pistil Sigurðar er hægt að lesa hér.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Neyðarlínan styrkti Sjálfstæðisflokkinn Opinbera hlutafélagið Neyðarlínan ohf greiddi Sjálfstæðisflokknum þrjúhundruð þúsund krónur í framlag til kosningabaráttu flokksins fyrir síðustu kosningar. Hámarks framlag til stjórnmálaafls eru þrjú hundruð þúsund krónur. Athygli vekur að ríkissjóður á 73,6 prósent í Neyðarlínunni, restin skiptist á milli Reykjavíkurborgar, Landsvirkjunnar og Orkuveitu Reykjavíkur. 21. mars 2009 11:25 Sjálfstæðisflokkur braut lög Sjálfstæðisflokkur braut lög þegar hann veitti þrjú hundruð þúsund króna styrk frá Neyðarlínunni viðtöku. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir að honum hafi ekki verið kunnugt um að styrkveitingin væri lögbrot. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 22. mars 2009 00:00 Utanríkisráðherrann Valgerður styrkti eigin flokk Utanríkisráðuneytið styrkti Framsóknarflokkinn um nítíu þúsund krónur árið 2006 samkvæmt gögnum Ríkisendurskoðunar um fjárframlög til stjórnmálaflokka. Þá var Framsóknarkonan Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra en hún gengdi því embætti frá 2006-2007. 21. mars 2009 15:01 Neyðarlínan var í meirihlutaeigu ríkisins Neyðarlínan var ekki orðinn opinbert hlutafélag þegar Sjáfstæðisflokkurinn falaðist eftir framlagi til flokksins en félagið var hinsvegar í meirihlutaeigu ríkisins. 21. mars 2009 12:18 Ungir Framsóknarmenn fengu styrk Valgerðar „Þessu styrkur var fyrir norræna ráðstefnu ungs fólks sem Samband ungra Framsóknarmanna áttu aðild að, en styrkurinn var í gegnum þá," segir Valgerður Sverrisdóttir, fyrrum utanríkisráðherra, en í skýrslu ríkisendurskoðunar um fjárframlög til stjórnmálaflokka kemur fram að utanríkisráðuneytið hafi styrkt Framsóknarflokkinn um nítíu þúsund krónur. Þá gegndi Valgerður stöðu utanríkisráðherra. 21. mars 2009 16:19 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Neyðarlínan styrkti Sjálfstæðisflokkinn Opinbera hlutafélagið Neyðarlínan ohf greiddi Sjálfstæðisflokknum þrjúhundruð þúsund krónur í framlag til kosningabaráttu flokksins fyrir síðustu kosningar. Hámarks framlag til stjórnmálaafls eru þrjú hundruð þúsund krónur. Athygli vekur að ríkissjóður á 73,6 prósent í Neyðarlínunni, restin skiptist á milli Reykjavíkurborgar, Landsvirkjunnar og Orkuveitu Reykjavíkur. 21. mars 2009 11:25
Sjálfstæðisflokkur braut lög Sjálfstæðisflokkur braut lög þegar hann veitti þrjú hundruð þúsund króna styrk frá Neyðarlínunni viðtöku. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir að honum hafi ekki verið kunnugt um að styrkveitingin væri lögbrot. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 22. mars 2009 00:00
Utanríkisráðherrann Valgerður styrkti eigin flokk Utanríkisráðuneytið styrkti Framsóknarflokkinn um nítíu þúsund krónur árið 2006 samkvæmt gögnum Ríkisendurskoðunar um fjárframlög til stjórnmálaflokka. Þá var Framsóknarkonan Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra en hún gengdi því embætti frá 2006-2007. 21. mars 2009 15:01
Neyðarlínan var í meirihlutaeigu ríkisins Neyðarlínan var ekki orðinn opinbert hlutafélag þegar Sjáfstæðisflokkurinn falaðist eftir framlagi til flokksins en félagið var hinsvegar í meirihlutaeigu ríkisins. 21. mars 2009 12:18
Ungir Framsóknarmenn fengu styrk Valgerðar „Þessu styrkur var fyrir norræna ráðstefnu ungs fólks sem Samband ungra Framsóknarmanna áttu aðild að, en styrkurinn var í gegnum þá," segir Valgerður Sverrisdóttir, fyrrum utanríkisráðherra, en í skýrslu ríkisendurskoðunar um fjárframlög til stjórnmálaflokka kemur fram að utanríkisráðuneytið hafi styrkt Framsóknarflokkinn um nítíu þúsund krónur. Þá gegndi Valgerður stöðu utanríkisráðherra. 21. mars 2009 16:19