Enski boltinn

Basinas samdi við Portsmouth

AFP

Enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth hefur gengið frá lánssamningi við miðjumanninn Angelos Basinas hjá AEK í Aþenu.

Basinas þessi er 33 ára gamall og er fyrirliði gríska landsliðsins. hann lék áður með Pananthinaikos og Real Mallorca á Spáni.

Basinas á að baki 97 landsleiki og hefur skrifað undir 18 mánaða lánssamning við enska félagið.

Hjá Portsmouth hittir Basinas fyrir landa sinn Theofanis Gekas sem einnig var lánaður til félagsins frá Bayer Leverkusen fyrir skömmu. Sá er 28 ára gamall framherji.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×