Fótbolti

Eiður Smári fékk boltann miklu oftar um helgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen í skallaeinvígi í leik með Mónakó.
Eiður Smári Guðjohnsen í skallaeinvígi í leik með Mónakó. Mynd/AFP
Eiður Smári Guðjohnsen lék sinn fyrsta heila leik fyrir Mónakó á tímabilinu á laugardagskvöldið þegar liðið tapaði 0-2 fyrir Auxerre á útivelli. Eiður Smári var miklu meira í boltanum en í fyrri leikjum sínum með franska liðinu. Þetta sést í tölfræði France Football.

Eiður Smári fékk boltann alls 54 sinnum í leiknum sem var sem dæmi ellefu sinnum oftar en fyrirliðinn Alejandro Alonso sem lék á hinum vængnum. 31 af 43 sendingum Eiðs Smára í leiknum heppnuðust, hann tapaði 14 boltum og átti alls tvær fyrirgjafir. Eiður náði tveimur skotum í leiknum þar af öðru þeirra á markið.

Eiður Smári var miklu meira inn í leik Mónakó-liðsins heldur en áður í vetur en hann kom sem dæmi 19 sinnum við boltann á 59 mínútum í leiknum á undan sem endaði með markalausu jafntefli á móti Grenoble. Eiður hafði mest áður komið 30 sinnum við boltann í einum leik en það var á 86 mínútum í fyrsta leiknum á móti Paris St-Germain.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×