Viðskipti innlent

Rannsakar hvort samkeppnislög hafi verið brotin

Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins.

Húsleitir Samkeppniseftirlitsins á skrifstofum Teymis, Vodafone og Tals í dag eru liður í rannsókn á ætluðum brotum fyrirtækjanna. Í þeirri ákvörðun var mælt fyrir um skilyrði fyrir samruna Hive og Sko, sem nú starfa undir merkjum Tals.

,,Þau skilyrði miðuðu að því að tryggja samkeppnislegt sjálfstæði Tals og að full og óskoruð samkeppni ríki á milli m.a. Tals og Vodafone, sem er í eigu Teymis hf," segir í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitsins. Jafnframt lítur rannsóknin að ætluðum brotum fyrirtækjanna á banni samkeppnislaga við samkeppnishamlandi samráði.

Rannsóknin er grundvölluð á upplýsingum og gögnum sem Samkeppniseftirlitið hefur aflað á síðustu vikum. Samkeppniseftirlitið mun flýta rannsókn þessari eftir því sem kostur er.


Tengdar fréttir

Síminn kvartaði til Samkeppniseftirlits

Síminn sendi kvörtun til Samkeppniseftirlitsins í gær vegna ummæla Þórdísar Sigurðardóttur, stjórnarformanns Teymis. Í morgun var gerð húsleit hjá Teymi og dótturfélögum þess.

Vonar að Tal verði frelsað úr ógnarklóm Teymis og Vodafone

Jóhann Óli Guðmundsson, stjórnarmaður í Tali, vona að farsímafyrirtækið verði frelsað úr ógnarklóm Teymis og Vodafone sem allra fyrst svo félagið geti orðið þjóðinni öflugur lággjalda þjónustuaðili í því kreppuástandi sem hún er að fást við um þessar mundir.

Vodafone: Rannsókn mun taka af allan vafa um eðlilega viðskiptahætti

Forsvarsmenn símafyrirtækisins Vodafone, sem Samkeppniseftirlitið gerði húsleit hjá í morgun, taka í sama streng og stjórnarformaður Teymis og fagna aðgerðunum. Félagið segir að húsleitin muni taka af allan vafa um eðlilega og heiðarlega viðskiptahætti fyrirtækisins.

Fagnar komu Samkeppniseftirlitsins

Samkeppniseftirlitið er þessa stundina að gera húsleit í höfuðstöðvum Teymis á Suðurlandsbraut 18. Einnig er starfsfólk eftirlitsins að skoða gögn hjá símafélögunum Tal og Vodafone en þau eru bæði í meirihlutaeigu Teymis. Stjórnarformaður Teymis, Þórdís Sigurðardóttir staðfestir þetta í samtali við Vísi og segist fagna því að samkeppniseftirlitið sé að vinna vinnuna sína, enda sé heilbrigð samkeppni grundvöllur heiðarlegra viðskipta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×