Innlent

Eyddu fimm kílóum af sprengiefni

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar eyddu á tólfta tímanum í gærkvöldi rúmum fimm kilóum af dynamit-sprengiefni sem fundust í gær í og við grjótnámu rétt utan við byggðina á Þórshöfn á Langanesi. Menn, sem voru að sækja efni í námuna í gær, urðu efnisins varir og lokaði lögregla svæðinu strax.

Kallað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar sem sendi tvo menn norður og fundust samtals rúm fimm kíló. Talið er að sprengiefnið hafi ekki sprungið þegar verktaki var að sprengja í námunni í vetur og að hluti þess hafi borist með snjóruðningstæki niður undir steypustöðina sem er í grenndinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×