Valur og Haukar skildu jöfn í toppslag N1-deildar karla í æsispennandi leik, 20-20.
Fyrir leikinn voru Valsmenn á toppi deildarinnar með tíu stig eftir sex leiki en Haukarnir taplausir með níu stig eftir fimm leiki í öðru sæti.
Staðan í hálfleik var 9-8, Haukum í vil, en bæði lið voru nokkuð frá sínu besta í fyrri hálfleik.
Valsmenn byrjuðu vel í seinni hálfleik og komust fjórum mörkum yfir, 18-14. Haukarnir náðu þó að svara fyrir sig og jöfnuðu metin aftur.
Síðustu mínúturnar voru æsispennandi en það var gamli Valsarinn, Freyr Brynjarsson, sem tryggði Haukum jafntefli með marki á loksekúndum leiksins.
Hann fékk svo rautt spjald fyrir að trufla miðju Valsmanna en niðurstaðan var jafntefli, 20-20.
Mörk Vals (skot): Ernir Hrafn Arnarson 5 (10), Ingvar Árnason 4 (4), Arnór Þór Gunnarsson 4/1 (9/1), Fannar Þór Friðgeirsson 4 (11), Elvar Friðriksson 3 (9), Orri Freyr Gíslason (1).
Varin skot: Hlynur Morthens 14 (34/3, 41%).
Hraðaupphlaup: 2 (Arnór Þór 2).
Fiskuð víti: 1 (Fannar Þór 1).
Utan vallar: 6 mínútur.
Mörk Hauka (skot): Björgvin Hólmgeirsson 5 (12), Freyr Brynjarsson 4 (4), Guðmundur Árni Ólafsson 3/2 (4/2), Jónatan Jónsson 3 (3), Einar Örn Jónsson 2 (2), Sigurbergur Sveinsson 1/1 (8/1), Heimir Óli Heimisson 1 (2), Þórður Guðmundsson 1 (1), Tjörvi Þorgeirsson (1).
Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 16 (36/1, 44%).
Hraðaupphlaup: 3 (Freyr 2, Þórður 1).
Fiskuð víti: 3 (Freyr 1, Sigurbergur 1, Þórður 1).
Utan vallar: 4 mínútur.
Dómarar: Anton Pálsson og Hlynur Leifsson.