Umhverfismál og neytendamál Steinunn Stefánsdóttir skrifar 4. nóvember 2009 06:00 Verð á rafmagni til garðyrkjubænda hækkaði um nálægt þriðjung fyrir um ári. Ástæðan er sú að þegar innflutningstollar voru felldir niður af tómötum, gúrkum og paprikum árið 2002 tók ríkið á sig hluta af flutningskostnaði vegna rafmagns til garðyrkjubænda. Þessi ákvörðun var felld úr gildi fyrir um ári og olli það hækkuninni. Garðyrkjubændur eru ósáttir og stilltu sér upp fyrir framan Alþingishúsið í gær til að vekja athygli á málstað sínum nú þegar veturinn er fram undan og sá tími sem raforkunotkun þeirra er mest. Raforkuverð til garðyrkjubænda hefur verið til umræðu áður og krafa þeirra hefur löngum verið sú að greiða sama verð fyrir raforkuna og stóriðjan. Nú segjast þeir greiða hærra verð fyrir raforkuna en heimili í þéttbýli. Rafmagn er enda stærsti kostnaðarliður garðyrkjubænda þannig að verð þess skiptir sköpum í rekstri þeirra. Því óttast þeir að einhverjir muni þurfa að hætta yfir vetrarmánuðina eða jafnvel alveg. Grænmetisrækt er mikilvægur hluti af íslenskum landbúnaði og matvælaframleiðslu. Aðstæður hér á landi til að rækta grænmeti í gróðurhúsum eru einstakar vegna þess að orkan sem notuð er losar ekki óæskileg efni út í andrúmsloftið. Íslenskir garðyrkjubændur hafa náð ljómandi árangri við að framleiða gott grænmeti sem óneitanlega er bæði bragðmeira en það innflutta gróðurhúsagrænmeti sem hér er fáanlegt og auk þess ferskara þegar það er komið á markað til íslenskra neytenda. Möguleikinn til að framleiða algengar grænmetistegundir árið um kring, ásamt nálægð við markaðinn, þýðir að íslenskir neytendur eiga kost á að kaupa ýmsar tegundir grænmetis ferskar allt árið. Íslenskir neytendur kunna vel að meta fjölbreytt úrval af grænmeti og ávöxtum. Til þess þarf vitanlega að flytja inn margar tegundir, ýmist hluta úr ári eða allt árið. Engu að síður er mikilvægt að hafa aðgang að íslensku grænmeti á verði sem er samkeppnishæft við innflutt grænmeti. Það er í það minnsta heldur nöturleg staðreynd að ódýrasta grænmetið sem íslenskum neytendum stendur til boða skuli vera ræktað í gróðurhúsum sem kynt eru og lýst með orkugjöfum sem hafa til muna skaðlegri áhrif á umhverfið en þeir sem hér eru notaðir í sama tilgangi. Að því loknu er svo flogið með grænmetið yfir hafið með tilheyrandi kostnaði og skaðlegum umhverfisáhrifum. Þetta eru tegundir sem auðveldlega má rækta í íslenskum gróðurhúsum árið um kring og flytja til neytenda með minni tilkostnaði og umhverfisáhrifum. Ráðamenn verða að sýna í verki pólitískan vilja sinn til að gera garðyrkjuna að lífvænlegum atvinnuvegi. Hátt raforkuverð má ekki sliga þessa mikilvægu atvinnugrein sem skapar atvinnu á erfiðum tímum, er umhverfisvæn og þannig framlag til þess að gera jörðina lífvænlegri til framtíðar og síðast en ekki síst mikilvægt framlag á matarborð íslenskra neytenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Verð á rafmagni til garðyrkjubænda hækkaði um nálægt þriðjung fyrir um ári. Ástæðan er sú að þegar innflutningstollar voru felldir niður af tómötum, gúrkum og paprikum árið 2002 tók ríkið á sig hluta af flutningskostnaði vegna rafmagns til garðyrkjubænda. Þessi ákvörðun var felld úr gildi fyrir um ári og olli það hækkuninni. Garðyrkjubændur eru ósáttir og stilltu sér upp fyrir framan Alþingishúsið í gær til að vekja athygli á málstað sínum nú þegar veturinn er fram undan og sá tími sem raforkunotkun þeirra er mest. Raforkuverð til garðyrkjubænda hefur verið til umræðu áður og krafa þeirra hefur löngum verið sú að greiða sama verð fyrir raforkuna og stóriðjan. Nú segjast þeir greiða hærra verð fyrir raforkuna en heimili í þéttbýli. Rafmagn er enda stærsti kostnaðarliður garðyrkjubænda þannig að verð þess skiptir sköpum í rekstri þeirra. Því óttast þeir að einhverjir muni þurfa að hætta yfir vetrarmánuðina eða jafnvel alveg. Grænmetisrækt er mikilvægur hluti af íslenskum landbúnaði og matvælaframleiðslu. Aðstæður hér á landi til að rækta grænmeti í gróðurhúsum eru einstakar vegna þess að orkan sem notuð er losar ekki óæskileg efni út í andrúmsloftið. Íslenskir garðyrkjubændur hafa náð ljómandi árangri við að framleiða gott grænmeti sem óneitanlega er bæði bragðmeira en það innflutta gróðurhúsagrænmeti sem hér er fáanlegt og auk þess ferskara þegar það er komið á markað til íslenskra neytenda. Möguleikinn til að framleiða algengar grænmetistegundir árið um kring, ásamt nálægð við markaðinn, þýðir að íslenskir neytendur eiga kost á að kaupa ýmsar tegundir grænmetis ferskar allt árið. Íslenskir neytendur kunna vel að meta fjölbreytt úrval af grænmeti og ávöxtum. Til þess þarf vitanlega að flytja inn margar tegundir, ýmist hluta úr ári eða allt árið. Engu að síður er mikilvægt að hafa aðgang að íslensku grænmeti á verði sem er samkeppnishæft við innflutt grænmeti. Það er í það minnsta heldur nöturleg staðreynd að ódýrasta grænmetið sem íslenskum neytendum stendur til boða skuli vera ræktað í gróðurhúsum sem kynt eru og lýst með orkugjöfum sem hafa til muna skaðlegri áhrif á umhverfið en þeir sem hér eru notaðir í sama tilgangi. Að því loknu er svo flogið með grænmetið yfir hafið með tilheyrandi kostnaði og skaðlegum umhverfisáhrifum. Þetta eru tegundir sem auðveldlega má rækta í íslenskum gróðurhúsum árið um kring og flytja til neytenda með minni tilkostnaði og umhverfisáhrifum. Ráðamenn verða að sýna í verki pólitískan vilja sinn til að gera garðyrkjuna að lífvænlegum atvinnuvegi. Hátt raforkuverð má ekki sliga þessa mikilvægu atvinnugrein sem skapar atvinnu á erfiðum tímum, er umhverfisvæn og þannig framlag til þess að gera jörðina lífvænlegri til framtíðar og síðast en ekki síst mikilvægt framlag á matarborð íslenskra neytenda.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun