Viðskipti erlent

Forseti skammar bílarisana

Forstjóri bandaríska bílarisans General Motors tók poka sinn í gær eftir að hafa keyrt fyrirtækið óþægilega nálægt gjaldþrotahamrinum. Fréttablaðið/afp
Forstjóri bandaríska bílarisans General Motors tók poka sinn í gær eftir að hafa keyrt fyrirtækið óþægilega nálægt gjaldþrotahamrinum. Fréttablaðið/afp

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær nýjar rekstraráætlanir bílarisanna General Motors og Chrysler óásættanlega og væri réttast að fyrirtækin færu í greiðslustöðvun til að knýja fram endurskipulagningu í rekstri þeirra. Gangi það eftir geta fyrirtækin átt von á að fá viðbótarlán úr ríkissjóði.

General Motors, sem horfði á eftir forstjóra sínum í gær, hefur þegar fengið 13,4 milljarða dala frá ríkisvaldinu og hefur beðið um dálitlu hærri fjárhæð til viðbótar. Þá hefur Chrysler verið skipað að mynda bandalag við ítalska bílaframleiðandann Fiat áður en hægt verði að laga fjárhagsstöðu fyrirtækisins. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×