Ákært fyrir vændi og mansal í fyrsta skipti 8. október 2009 06:00 Vændi á hverfisgötu Catalinu er meðal annars gefið að sök að hafa gert út nokkrar vændiskonur úr þessu húsi við Hverfisgötu – steinsnar frá lögreglustöðinni.Fréttablaðið/gva Catalina Mikue Ncogo, íslensk kona ættuð frá Miðbaugs-Gíneu, hefur verið ákærð fyrir mansal og vændisstarfsemi. Henni er meðal annars gefið að sök að hafa blekkt unga konu til landsins og haldið henni hér í kynlífsánauð. Aldrei áður hefur verið ákært í mansals- eða vændismáli á Íslandi. Ákæran á hendur Catalinu, sem er 31 árs, verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness dag. Finnur Bergmannsson, 43 ára, er ákærður fyrir hlutdeild í brotunum. Ákæran á hendur Catalinu er í tveimur liðum. Í þeim fyrri er hún sökuð um mansal, hótanir og ólögmæta nauðung. Þar er hún sögð hafa blekkt 26 ára konu frá Miðbaugs-Gíneu til landsins í júní í fyrra undir því yfirskyni að hún kæmi hingað í frí. Hún hafi síðan hýst hana á tveimur stöðum í Hafnarfirði þar sem hún neyddi hana til að stunda vændi með því að hóta henni lífláti og líkamsmeiðingum. Hún hafi jafnframt svipt fórnarlamb sitt fatnaði og skilríkjum til að hafa á henni tangarhald. Í öðrum lið ákærunnar er hún sökuð um að hafa haft viðurværi sitt af vændi konunnar, tveggja annarra nafngreindra kvenna, sem báðar eru ættaðar frá Miðbaugs-Gíneu, „og fleiri ónafngreindra kvenna“, eins og það er orðað í ákæru. Vændisstarfsemi þessi er sögð hafa átt sér stað árin 2008 til 2009. Segir í ákærunni að Catalina hafi haft milligöngu um að fjöldi manna hefði samræði eða önnur kynferðismök við konurnar. Þeir þurftu að greiða 20 til 25 þúsund krónur fyrir. Hún leigði íbúðarhúsnæði á fjórum stöðum í höfuðborginni undir starfsemina, tvær íbúðir í Hafnarfirði og tvær í Reykjavík. Þriðji liður ákærunnar snýr að þætti Finns Bergmannssonar. Finnur er ákærður fyrir að uppfæra auglýsingar um vændið á vefsíðum og taka myndir af konunum gegn greiðslum frá Catalinu. Finnur rekur hugbúnaðarþjónustu og selur bókhaldsforrit. Konurnar þrjár sem stigið hafa fram í málinu og eru nafngreindar í ákæru fara allar fram á 800 þúsund krónur í miskabætur frá Catalinu.stigur@frettabladid.is Mál Catalinu Ncogo Vændi Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira
Catalina Mikue Ncogo, íslensk kona ættuð frá Miðbaugs-Gíneu, hefur verið ákærð fyrir mansal og vændisstarfsemi. Henni er meðal annars gefið að sök að hafa blekkt unga konu til landsins og haldið henni hér í kynlífsánauð. Aldrei áður hefur verið ákært í mansals- eða vændismáli á Íslandi. Ákæran á hendur Catalinu, sem er 31 árs, verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness dag. Finnur Bergmannsson, 43 ára, er ákærður fyrir hlutdeild í brotunum. Ákæran á hendur Catalinu er í tveimur liðum. Í þeim fyrri er hún sökuð um mansal, hótanir og ólögmæta nauðung. Þar er hún sögð hafa blekkt 26 ára konu frá Miðbaugs-Gíneu til landsins í júní í fyrra undir því yfirskyni að hún kæmi hingað í frí. Hún hafi síðan hýst hana á tveimur stöðum í Hafnarfirði þar sem hún neyddi hana til að stunda vændi með því að hóta henni lífláti og líkamsmeiðingum. Hún hafi jafnframt svipt fórnarlamb sitt fatnaði og skilríkjum til að hafa á henni tangarhald. Í öðrum lið ákærunnar er hún sökuð um að hafa haft viðurværi sitt af vændi konunnar, tveggja annarra nafngreindra kvenna, sem báðar eru ættaðar frá Miðbaugs-Gíneu, „og fleiri ónafngreindra kvenna“, eins og það er orðað í ákæru. Vændisstarfsemi þessi er sögð hafa átt sér stað árin 2008 til 2009. Segir í ákærunni að Catalina hafi haft milligöngu um að fjöldi manna hefði samræði eða önnur kynferðismök við konurnar. Þeir þurftu að greiða 20 til 25 þúsund krónur fyrir. Hún leigði íbúðarhúsnæði á fjórum stöðum í höfuðborginni undir starfsemina, tvær íbúðir í Hafnarfirði og tvær í Reykjavík. Þriðji liður ákærunnar snýr að þætti Finns Bergmannssonar. Finnur er ákærður fyrir að uppfæra auglýsingar um vændið á vefsíðum og taka myndir af konunum gegn greiðslum frá Catalinu. Finnur rekur hugbúnaðarþjónustu og selur bókhaldsforrit. Konurnar þrjár sem stigið hafa fram í málinu og eru nafngreindar í ákæru fara allar fram á 800 þúsund krónur í miskabætur frá Catalinu.stigur@frettabladid.is
Mál Catalinu Ncogo Vændi Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira