Ákært fyrir vændi og mansal í fyrsta skipti 8. október 2009 06:00 Vændi á hverfisgötu Catalinu er meðal annars gefið að sök að hafa gert út nokkrar vændiskonur úr þessu húsi við Hverfisgötu – steinsnar frá lögreglustöðinni.Fréttablaðið/gva Catalina Mikue Ncogo, íslensk kona ættuð frá Miðbaugs-Gíneu, hefur verið ákærð fyrir mansal og vændisstarfsemi. Henni er meðal annars gefið að sök að hafa blekkt unga konu til landsins og haldið henni hér í kynlífsánauð. Aldrei áður hefur verið ákært í mansals- eða vændismáli á Íslandi. Ákæran á hendur Catalinu, sem er 31 árs, verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness dag. Finnur Bergmannsson, 43 ára, er ákærður fyrir hlutdeild í brotunum. Ákæran á hendur Catalinu er í tveimur liðum. Í þeim fyrri er hún sökuð um mansal, hótanir og ólögmæta nauðung. Þar er hún sögð hafa blekkt 26 ára konu frá Miðbaugs-Gíneu til landsins í júní í fyrra undir því yfirskyni að hún kæmi hingað í frí. Hún hafi síðan hýst hana á tveimur stöðum í Hafnarfirði þar sem hún neyddi hana til að stunda vændi með því að hóta henni lífláti og líkamsmeiðingum. Hún hafi jafnframt svipt fórnarlamb sitt fatnaði og skilríkjum til að hafa á henni tangarhald. Í öðrum lið ákærunnar er hún sökuð um að hafa haft viðurværi sitt af vændi konunnar, tveggja annarra nafngreindra kvenna, sem báðar eru ættaðar frá Miðbaugs-Gíneu, „og fleiri ónafngreindra kvenna“, eins og það er orðað í ákæru. Vændisstarfsemi þessi er sögð hafa átt sér stað árin 2008 til 2009. Segir í ákærunni að Catalina hafi haft milligöngu um að fjöldi manna hefði samræði eða önnur kynferðismök við konurnar. Þeir þurftu að greiða 20 til 25 þúsund krónur fyrir. Hún leigði íbúðarhúsnæði á fjórum stöðum í höfuðborginni undir starfsemina, tvær íbúðir í Hafnarfirði og tvær í Reykjavík. Þriðji liður ákærunnar snýr að þætti Finns Bergmannssonar. Finnur er ákærður fyrir að uppfæra auglýsingar um vændið á vefsíðum og taka myndir af konunum gegn greiðslum frá Catalinu. Finnur rekur hugbúnaðarþjónustu og selur bókhaldsforrit. Konurnar þrjár sem stigið hafa fram í málinu og eru nafngreindar í ákæru fara allar fram á 800 þúsund krónur í miskabætur frá Catalinu.stigur@frettabladid.is Mál Catalinu Ncogo Vændi Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Catalina Mikue Ncogo, íslensk kona ættuð frá Miðbaugs-Gíneu, hefur verið ákærð fyrir mansal og vændisstarfsemi. Henni er meðal annars gefið að sök að hafa blekkt unga konu til landsins og haldið henni hér í kynlífsánauð. Aldrei áður hefur verið ákært í mansals- eða vændismáli á Íslandi. Ákæran á hendur Catalinu, sem er 31 árs, verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness dag. Finnur Bergmannsson, 43 ára, er ákærður fyrir hlutdeild í brotunum. Ákæran á hendur Catalinu er í tveimur liðum. Í þeim fyrri er hún sökuð um mansal, hótanir og ólögmæta nauðung. Þar er hún sögð hafa blekkt 26 ára konu frá Miðbaugs-Gíneu til landsins í júní í fyrra undir því yfirskyni að hún kæmi hingað í frí. Hún hafi síðan hýst hana á tveimur stöðum í Hafnarfirði þar sem hún neyddi hana til að stunda vændi með því að hóta henni lífláti og líkamsmeiðingum. Hún hafi jafnframt svipt fórnarlamb sitt fatnaði og skilríkjum til að hafa á henni tangarhald. Í öðrum lið ákærunnar er hún sökuð um að hafa haft viðurværi sitt af vændi konunnar, tveggja annarra nafngreindra kvenna, sem báðar eru ættaðar frá Miðbaugs-Gíneu, „og fleiri ónafngreindra kvenna“, eins og það er orðað í ákæru. Vændisstarfsemi þessi er sögð hafa átt sér stað árin 2008 til 2009. Segir í ákærunni að Catalina hafi haft milligöngu um að fjöldi manna hefði samræði eða önnur kynferðismök við konurnar. Þeir þurftu að greiða 20 til 25 þúsund krónur fyrir. Hún leigði íbúðarhúsnæði á fjórum stöðum í höfuðborginni undir starfsemina, tvær íbúðir í Hafnarfirði og tvær í Reykjavík. Þriðji liður ákærunnar snýr að þætti Finns Bergmannssonar. Finnur er ákærður fyrir að uppfæra auglýsingar um vændið á vefsíðum og taka myndir af konunum gegn greiðslum frá Catalinu. Finnur rekur hugbúnaðarþjónustu og selur bókhaldsforrit. Konurnar þrjár sem stigið hafa fram í málinu og eru nafngreindar í ákæru fara allar fram á 800 þúsund krónur í miskabætur frá Catalinu.stigur@frettabladid.is
Mál Catalinu Ncogo Vændi Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira