„Gömlu nýlenduþjóðirnar haga sér með ólíkindum“ Gunnar Örn Jónsson skrifar 26. júní 2009 16:37 Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra. Mynd/Pjetur „Þessar gömlu nýlenduþjóðir eru farnar að haga sér með ólikindum, það er ekki nóg fyrir þær að íslenska ríkið sé líklega reiðubúið að taka á sig þessar himinháu skuldbindingar vegna Icesave innstæðna, heldur vilja þær líka hagnast á okkur með himinháum vöxtum. Hollendingar lærðu þetta í Indónesíu og Bretar hafa mergsogið sínar gömlu nýlendur í gegnum tíðina og vilja gera það sama við okkur," sagði Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, í samtali við Vísi. Hann segist ekki sáttur við þau samningsdrög sem ríkisstjórnin hyggst leggja fyrir þingið og segir þau ekki hafa verið lögð fram með sínu samþykki. „Þessi mál er ég að skoða niður í kjölin og það er skylda hvers einasta þingmanns og kunnáttumanns í þjóðfélaginu að kynna sér þessi mál í þaula. Þingmenn eiga ekki að leggjast í skotgrafir heldur grafa sig upp úr hjólförunum og taka afstöðu í þessu máli, hvort sem þeir sitja hjá eða ekki," segir Ögmundur sem telur að þeir þingmenn sem ákveði að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna taki líka ákveðna afstöðu. Ögmundur segist ekki vera búinn að gera upp hug sinn í þessu máli og sé ennfremur ekki búinn að útiloka neinn kost. Hann segir að það sé afar mikilvægt að þingmenn skipti sér ekki í ákveðna flokka, þ.e. stjórn og stjórnarandstöðu, í þessu máli heldur taki persónulega afstöðu til þessa gríðarlega mikilvæga máls. „Við höfum einfaldlega ekki efni á því að skiptast í einhverja flokka eftir ákveðnum stundarhagsmunum," sagði Ögmundur. Aðspurður um hljómgrunn í þingflokki Vinstri Grænna sagði Ögmundur að þeir þingmenn sem hafi verið andstæðir samningnum hafi fyrivara á sínum málflutningi. Tengdar fréttir Guðfríður Lilja: „Skila ekki auðu í svona máli, það er alveg á hreinu“ Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður og framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri Grænna, segir í viðtali við Vísi að hún sé alfarið á móti Icesave samningnum eins og áður hefur komið fram í fjölmiðlum. 26. júní 2009 13:56 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
„Þessar gömlu nýlenduþjóðir eru farnar að haga sér með ólikindum, það er ekki nóg fyrir þær að íslenska ríkið sé líklega reiðubúið að taka á sig þessar himinháu skuldbindingar vegna Icesave innstæðna, heldur vilja þær líka hagnast á okkur með himinháum vöxtum. Hollendingar lærðu þetta í Indónesíu og Bretar hafa mergsogið sínar gömlu nýlendur í gegnum tíðina og vilja gera það sama við okkur," sagði Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, í samtali við Vísi. Hann segist ekki sáttur við þau samningsdrög sem ríkisstjórnin hyggst leggja fyrir þingið og segir þau ekki hafa verið lögð fram með sínu samþykki. „Þessi mál er ég að skoða niður í kjölin og það er skylda hvers einasta þingmanns og kunnáttumanns í þjóðfélaginu að kynna sér þessi mál í þaula. Þingmenn eiga ekki að leggjast í skotgrafir heldur grafa sig upp úr hjólförunum og taka afstöðu í þessu máli, hvort sem þeir sitja hjá eða ekki," segir Ögmundur sem telur að þeir þingmenn sem ákveði að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna taki líka ákveðna afstöðu. Ögmundur segist ekki vera búinn að gera upp hug sinn í þessu máli og sé ennfremur ekki búinn að útiloka neinn kost. Hann segir að það sé afar mikilvægt að þingmenn skipti sér ekki í ákveðna flokka, þ.e. stjórn og stjórnarandstöðu, í þessu máli heldur taki persónulega afstöðu til þessa gríðarlega mikilvæga máls. „Við höfum einfaldlega ekki efni á því að skiptast í einhverja flokka eftir ákveðnum stundarhagsmunum," sagði Ögmundur. Aðspurður um hljómgrunn í þingflokki Vinstri Grænna sagði Ögmundur að þeir þingmenn sem hafi verið andstæðir samningnum hafi fyrivara á sínum málflutningi.
Tengdar fréttir Guðfríður Lilja: „Skila ekki auðu í svona máli, það er alveg á hreinu“ Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður og framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri Grænna, segir í viðtali við Vísi að hún sé alfarið á móti Icesave samningnum eins og áður hefur komið fram í fjölmiðlum. 26. júní 2009 13:56 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Guðfríður Lilja: „Skila ekki auðu í svona máli, það er alveg á hreinu“ Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður og framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri Grænna, segir í viðtali við Vísi að hún sé alfarið á móti Icesave samningnum eins og áður hefur komið fram í fjölmiðlum. 26. júní 2009 13:56