Íslenski boltinn

Kristín Ýr eini nýliðinn í EM-hópi Íslands

Ómar Þorgeirsson skrifar
Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Mynd/Valli

Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson tilkynnti nú í hádeginu þá 22 leikmenn sem munu leika fyrir Íslands hönd í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Finnlandi í lok sumar.

Hópurinn mun einnig taka þátt í fyrsta leik liðsins í undankeppni Heimsmeitaramótsins 2011 gegn Serbíu á Laugardalsvelli 15. ágúst næstkomandi.

Framherjinn Kristín Ýr Bjarnadóttir úr Val er eini nýliði hópsins en hún hefur skorað grimmt í sumar fyrir Íslandsmeistarana.

Þá kaus Sigurður Ragnar að velja markvörðinn Söndru Sigurðardóttur úr Stjörnunni á kostnað Maríu Bjargar Ágústsdóttur úr Val en tvísýnt var hvor þeirra yrði fyrir valinu.

Að öðru leyti var fátt sem kom á óvart í vali Sigurðar Ragnars.

Leikmannahópurinn fyrir EM í Finnlandi:

Markverðir:

Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður

Þóra Björg Helgadóttir, markvörður

Sandra Sigurðardóttir, markvörður

Varnarmenn:

Ásta Árnadóttir Varnarmaður

Erna Björk Sigurðardóttir Varnarmaður

Guðrún Sóley Gunnarsdóttir Varnarmaður

Katrín Jónsdóttir Varnarmaður

Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir Varnarmaður

Sif Atladóttir Varnarmaður

Tengiliðir:

Dóra Stefánsdóttir Tengiliður

Edda Garðarsdóttir Tengiliður

Erla Steina Arnardóttir Tengiliður

Hólmfríður Magnúsdóttir Tengiliður

Katrín Ómarsdóttir Tengiliður

Rakel Logadóttir Tengiliður

Sara Björk Gunnarsdóttir Tengiliður

Framherjar:

Dóra María Lárusdóttir Framherji

Fanndís Friðriksdóttir Framherji

Guðný Björk Óðinsdóttir Framherji

Kristín Ýr Bjarnadóttir Framherji

Margrét Lára Viðarsdóttir Framherji

Rakel Hönnudóttir Framherji








Fleiri fréttir

Sjá meira


×