Lífið

Samkynhneigðir fagna fréttum af Jóhönnu

Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna Sigurðardóttir

Samkynhneigðir víða um heim fagna fréttum af því að á Íslandi sé lesbía að komast til valda. Á einum stærsta fréttavef samkynhneigðra í Evrópu er sagt frá væntanlegri komu Jóhönnu Sigurðardóttur í stól forsætisráðherra. Lesendur vefsins virðast taka fréttunum vel og er frábæru útliti hinnar 66 ára gömlu Jóhönnu meðal annars hrósað í hástert.

Það er fréttasíðan Pinknews sem segir frá þessu í dag en síðan er ein sú allra stærsta í samfélagi samkynhneigðra í Evrópu. Nokkur umræða hefur skapast um fréttina og eru lesendur á einu máli um að þetta séu góð tíðindi.

„Stór glæsileg kona á sjötugsaldri!! Stattu þig stelpa og sýndu þeim hvernig á að gera þetta," skrifar Kate og Brian Burton tekur í sama streng og segir samkynhneigða yfirleitt standa sig vel í því sem þeir taka sér fyrir hendur.

„Jóhann lítur frábærlega út, nákvæmlega eins og ég hafði ímyndað mér íslenska lesbíu. Nema fyrir utan það að ég hélt hún myndi klæða sig meira eins og Grace Jones," segir annar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×