Innlent

Bjarni hafnar fullyrðingum Hreins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bjarni Benediktsson segist ekki hafa óskað eftir því að DV hætti umfjöllun um sig. Mynd/ Anton.
Bjarni Benediktsson segist ekki hafa óskað eftir því að DV hætti umfjöllun um sig. Mynd/ Anton.
„Ég hef aldrei farið fram á að Hreinn Loftsson stöðvaði fréttaflutning DV," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.

Fréttavefur DV greindi frá því í dag að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi óskað eftir því við Hrein Loftsson útgefanda DV að blaðið hætti umfjöllun um tengsl hans við fjárfestinga Makaó.

Bjarni segist hafa hringt í Hrein vegna fréttaflutnings DV. Ætlun sín hafi einfaldlega verið sú að segja eiganda blaðsins skoðun sína á óásættanlegum vinnubrögðum blaðamanns og útskýra fyrir honum í hverju hann teldi rangfærslur þess liggja.

„Áður en ég hafði haft tök á að fara yfir samskipti mín við blaðið æsti Hreinn sig, sagðist ekki lúta mínu boðvaldi og sagði mér að eiga samskipti um þetta við ritstjórn blaðsins. Að svo búnu skellti hann á," segir Bjarni Benediktsson í yfirlýsingu sem hann hefur sent fjölmiðlum.






Tengdar fréttir

Kvartaði undan umfjöllun við útgefanda DV

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, óskaði eftir því við Hrein Loftsson útgefanda DV að blaðið hætti umfjöllun um hans mál. Ástæðan sé sú að fréttaflutningurinn hafi leitt til þess að anarkistar sætu um hús hans og vildu valda honum tjóni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×