Enski boltinn

Bellamy: Það eru bara stuðningsmennirnir sem sýna hollustu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Craig Bellamy skipar einum stuðningsmanni City að fara aftur upp í stúku.
Craig Bellamy skipar einum stuðningsmanni City að fara aftur upp í stúku. Mynd/AFP
Craig Bellamy er enn sár yfir brottvikningu Mark Hughes en ætlar samt að láta hagsmuni Manchester City ráða för og gera sitt besta til þess að hjálpa félaginu í baráttunni um sæti í Meistaradeildinni. Bellamy segist ætla að gera sitt besta fyrir stuðningsmenn City.

„Þegar kemur að trúmennsku þá eru það bara stuðningsmennirnir sem sýna hollustu í fótboltanum. Það eru þeir sem kom á leikina og styðja okkur. Við verðum að halda áfram að spila við alvöru fólkið sem stendur á bak við Manchester City," sagði Craig Bellamy við The Manchester Evening News.

Bellamy segir Manchester City liðið hafa náð þeim markmiðum sem Mark Hughes hafði sett yfir hátíðirnar. „Áður en allt gerðist þá var markmiðið að taka níu stig út úr þessum þremur leikjum yfir jólin og við náðum því markmiði," sagði Bellmay.

Manchester City vann leiki sína við Sunderland (síðasti leikur Hughes), Stoke City (fyrsti leikur Roberto Mancini) og Wolverhampton Wanderers.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×