„You ain´t seen nothing yet“ 8. október 2009 18:49 Íslendingar eru djarfir, harðir í horn að taka og áhættusæknir. Þess vegna, meðal annars, hafa útrásarvíkingarnir unnið slíka sigra á erlendri grundu, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í ræðu í Lundúnum árið 2005 þar sem hann freistaði þess að útskýra hvað íslenskir athafnamenn hefðu framyfir útlenda. Æði margt af því sem sagt var og gert í bankabólu Íslands hljómar ankannalega með baksýnisgleraugunum. Forsetinn hefur eftir bankahrun verið sakaður um að hafa verið ötull við að hylla útrásina í ræðum. Eina slíka hélt hann í maí 2005 á Walbrook klúbbnum í London, sem er lokaður klúbbur fyrir forkólfa í viðskiptalífi þar sem er hvort tveggja - jakka- og bindisskylda. Yfirskrift ræðunnar var: Hvernig á að ná árangri í nútímaviðskiptum - Lærdómur af íslensku útrásinni. Þar rekur hann nokkrar velgengnissögur víkinganna: Baugur - sem í dag er gjaldþrota Avion Group - gjaldþrota í dag Actavis - er til sölu Össur - er í lagi Kaupþing - gjaldþrota Bakkavör - hefur hugsanlega verið bjargað. Það fer því lítið fyrir velgengni þessara fyrirtækja í dag - en fyrir fjórum árum taldi Ólafur Ragnar að viðskiptakerfi annarra landa ættu að endurskoða hugmyndafræði sína í ljósi velgengni Íslendinganna. Þrettán atriði taldi hann skýra nokkuð einstakan árangur þeirra - þar á meðal sterkt vinnusiðferði, áhættusækni, djörfung og harðfylgni, traust á milli einstaklinga, landkönnuðareðli víkinganna, og mikilvægi orðsporsins. Útrásarvíkingunum væri nefnilega ljóst að árangur þeirra hefðu áhrif á ekki bara eigið orðspor - heldur einnig þjóðarinnar allrar um ókomnar aldir. Lofgjörð sinni lauk forsetinn síðan með hinum fleygu orðum: You ain´t seen nothing yet.... Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Íslendingar eru djarfir, harðir í horn að taka og áhættusæknir. Þess vegna, meðal annars, hafa útrásarvíkingarnir unnið slíka sigra á erlendri grundu, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í ræðu í Lundúnum árið 2005 þar sem hann freistaði þess að útskýra hvað íslenskir athafnamenn hefðu framyfir útlenda. Æði margt af því sem sagt var og gert í bankabólu Íslands hljómar ankannalega með baksýnisgleraugunum. Forsetinn hefur eftir bankahrun verið sakaður um að hafa verið ötull við að hylla útrásina í ræðum. Eina slíka hélt hann í maí 2005 á Walbrook klúbbnum í London, sem er lokaður klúbbur fyrir forkólfa í viðskiptalífi þar sem er hvort tveggja - jakka- og bindisskylda. Yfirskrift ræðunnar var: Hvernig á að ná árangri í nútímaviðskiptum - Lærdómur af íslensku útrásinni. Þar rekur hann nokkrar velgengnissögur víkinganna: Baugur - sem í dag er gjaldþrota Avion Group - gjaldþrota í dag Actavis - er til sölu Össur - er í lagi Kaupþing - gjaldþrota Bakkavör - hefur hugsanlega verið bjargað. Það fer því lítið fyrir velgengni þessara fyrirtækja í dag - en fyrir fjórum árum taldi Ólafur Ragnar að viðskiptakerfi annarra landa ættu að endurskoða hugmyndafræði sína í ljósi velgengni Íslendinganna. Þrettán atriði taldi hann skýra nokkuð einstakan árangur þeirra - þar á meðal sterkt vinnusiðferði, áhættusækni, djörfung og harðfylgni, traust á milli einstaklinga, landkönnuðareðli víkinganna, og mikilvægi orðsporsins. Útrásarvíkingunum væri nefnilega ljóst að árangur þeirra hefðu áhrif á ekki bara eigið orðspor - heldur einnig þjóðarinnar allrar um ókomnar aldir. Lofgjörð sinni lauk forsetinn síðan með hinum fleygu orðum: You ain´t seen nothing yet....
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira