Þýska liðið Duisburg varð í kvöld Evrópumeistari kvenna eftir að liðið vann samanlagðan 7-1 sigur á Zvezda-2005 frá Rússlandi.
Duisburg vann 6-0 sigur í fyrri úrslitaleiknum í Rússlandi en liðin mættust að nýju í Þýskalandi í kvöld og skildu jöfn, 1-1.
Metfjöldi áhorfenda var á leiknum eða rúm 28 þúsund. Darina Apanaschenko kom Zvezda yfir í leiknum en Annike Krahn jafnaði metin skömmu síðar.
Margrét Lára Viðarsdóttir lék með Duisburg árið 2007.