Formúla 1

Nýr Ferrari mikið breyttur

Framendi nýja Ferrari bílsins er mjög breiður.
Framendi nýja Ferrari bílsins er mjög breiður.

Nýja ökutæki Ferrari keppnisliðsins er mikið breytt frá fyrra ári, en liðið frumekur bílnum á Mugello brautinni í dag.

Felipe Massa mun stýra bílnum á Mugello brautinni, en til stóð að nota bílinn á Firano brautinni, en sú braut er ísilögð. Ferrari frumsýndi nýja bílinn á vef sínum í dag og ljóst að hann er mikið breyttur frá síðasta ári.

Framendi bílsins er mjög breiður, en á afturvængurinn mun mjórri en áður. Hefur það farið fyrir brjóstið á mörgum ökumönnum að framendinn sé jafn breiður og raun ber vitni og hætta er á árekstrum sökum þess.

Ferrari hefur hannð svokallað KERS kerfi í 2009 bílinn, sem færir ökumönnum aukaafl til framúraksturs, þegar þörf krefur. Noktun þessa kerfis er þó takmörkuð.

Sjá nánar um nýja bílinn
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×