Breskir fasteignasjóðir töpuðu 37 milljörðum á bankahruninu 10. maí 2009 09:51 Alls hafa 13 af 45 fasteignasjóðum (building societies) Bretlands tilkynnt um að hafa tapað á hruni íslensku bankanna í haust. Í heildina nemur tapið 195 milljónum punda eða um 37 milljörðum kr. Í úttekt á stöðu þessara sjóða í blaðinu Daily Mail segir að megnið af tapinu sé vegna þess að þeir ávöxtuðu fé sitt í íslensku bönkunum sökum þess að þeir reikningar gáfu mun hærri vexti í Bretlandi en hjá öðrum bönkum. Fram kemur að einhverjar líkur séu á að fé þetta endurheimtist en samt hafi sjóðirnir nú að mestu afskrifað þessar upphæðir í bókhaldi sínu. Þeir sjóðir sem tapa mestu eru Britannia eða rúmlega 57 milljón pundum (hluta af þeirri upphæð má að vísu rekja til Lehman Brothers), Chelsea tapaði rúmlega 44 miljónum punda, Newcastle tæpum 30 milljónum og Coventry tæpum 24 milljónum. Flestir sjóðirnir iðrast þess sárlega að hafa tapað svo háum upphæðum á íslensku bönkunum. Trevor Harrison forstjóri Chelsea sagði þannig á aðalfundi sjóðsins í Gloucester að þeir skömmuðust sín mikið..."og við biðjum innilega afsökunar." Tap breskra banka og fjármálastofnanna á íslensku bönkunum kemur einnig niður á þessum sjóðum að því leyti að innistæðusjóður bankatrygginga í Bretlandi (FSCS) hefur farið fram á það við þessa aðila að þeir auki greiðslur sínar til FSCS til að mæta tapinu. Hlutur fasteignasjóðanna í þessari aukningu nemur rúmlega 122 milljónum punda fyrir síðasta ár og hefur það dregið verulega úr hagnaði þeirra fyrir árið. Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Alls hafa 13 af 45 fasteignasjóðum (building societies) Bretlands tilkynnt um að hafa tapað á hruni íslensku bankanna í haust. Í heildina nemur tapið 195 milljónum punda eða um 37 milljörðum kr. Í úttekt á stöðu þessara sjóða í blaðinu Daily Mail segir að megnið af tapinu sé vegna þess að þeir ávöxtuðu fé sitt í íslensku bönkunum sökum þess að þeir reikningar gáfu mun hærri vexti í Bretlandi en hjá öðrum bönkum. Fram kemur að einhverjar líkur séu á að fé þetta endurheimtist en samt hafi sjóðirnir nú að mestu afskrifað þessar upphæðir í bókhaldi sínu. Þeir sjóðir sem tapa mestu eru Britannia eða rúmlega 57 milljón pundum (hluta af þeirri upphæð má að vísu rekja til Lehman Brothers), Chelsea tapaði rúmlega 44 miljónum punda, Newcastle tæpum 30 milljónum og Coventry tæpum 24 milljónum. Flestir sjóðirnir iðrast þess sárlega að hafa tapað svo háum upphæðum á íslensku bönkunum. Trevor Harrison forstjóri Chelsea sagði þannig á aðalfundi sjóðsins í Gloucester að þeir skömmuðust sín mikið..."og við biðjum innilega afsökunar." Tap breskra banka og fjármálastofnanna á íslensku bönkunum kemur einnig niður á þessum sjóðum að því leyti að innistæðusjóður bankatrygginga í Bretlandi (FSCS) hefur farið fram á það við þessa aðila að þeir auki greiðslur sínar til FSCS til að mæta tapinu. Hlutur fasteignasjóðanna í þessari aukningu nemur rúmlega 122 milljónum punda fyrir síðasta ár og hefur það dregið verulega úr hagnaði þeirra fyrir árið.
Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira