Breskir fasteignasjóðir töpuðu 37 milljörðum á bankahruninu 10. maí 2009 09:51 Alls hafa 13 af 45 fasteignasjóðum (building societies) Bretlands tilkynnt um að hafa tapað á hruni íslensku bankanna í haust. Í heildina nemur tapið 195 milljónum punda eða um 37 milljörðum kr. Í úttekt á stöðu þessara sjóða í blaðinu Daily Mail segir að megnið af tapinu sé vegna þess að þeir ávöxtuðu fé sitt í íslensku bönkunum sökum þess að þeir reikningar gáfu mun hærri vexti í Bretlandi en hjá öðrum bönkum. Fram kemur að einhverjar líkur séu á að fé þetta endurheimtist en samt hafi sjóðirnir nú að mestu afskrifað þessar upphæðir í bókhaldi sínu. Þeir sjóðir sem tapa mestu eru Britannia eða rúmlega 57 milljón pundum (hluta af þeirri upphæð má að vísu rekja til Lehman Brothers), Chelsea tapaði rúmlega 44 miljónum punda, Newcastle tæpum 30 milljónum og Coventry tæpum 24 milljónum. Flestir sjóðirnir iðrast þess sárlega að hafa tapað svo háum upphæðum á íslensku bönkunum. Trevor Harrison forstjóri Chelsea sagði þannig á aðalfundi sjóðsins í Gloucester að þeir skömmuðust sín mikið..."og við biðjum innilega afsökunar." Tap breskra banka og fjármálastofnanna á íslensku bönkunum kemur einnig niður á þessum sjóðum að því leyti að innistæðusjóður bankatrygginga í Bretlandi (FSCS) hefur farið fram á það við þessa aðila að þeir auki greiðslur sínar til FSCS til að mæta tapinu. Hlutur fasteignasjóðanna í þessari aukningu nemur rúmlega 122 milljónum punda fyrir síðasta ár og hefur það dregið verulega úr hagnaði þeirra fyrir árið. Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Lukkuhjól hlaðið vinningum á opnun Raflands Samstarf Fleiri fréttir „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Alls hafa 13 af 45 fasteignasjóðum (building societies) Bretlands tilkynnt um að hafa tapað á hruni íslensku bankanna í haust. Í heildina nemur tapið 195 milljónum punda eða um 37 milljörðum kr. Í úttekt á stöðu þessara sjóða í blaðinu Daily Mail segir að megnið af tapinu sé vegna þess að þeir ávöxtuðu fé sitt í íslensku bönkunum sökum þess að þeir reikningar gáfu mun hærri vexti í Bretlandi en hjá öðrum bönkum. Fram kemur að einhverjar líkur séu á að fé þetta endurheimtist en samt hafi sjóðirnir nú að mestu afskrifað þessar upphæðir í bókhaldi sínu. Þeir sjóðir sem tapa mestu eru Britannia eða rúmlega 57 milljón pundum (hluta af þeirri upphæð má að vísu rekja til Lehman Brothers), Chelsea tapaði rúmlega 44 miljónum punda, Newcastle tæpum 30 milljónum og Coventry tæpum 24 milljónum. Flestir sjóðirnir iðrast þess sárlega að hafa tapað svo háum upphæðum á íslensku bönkunum. Trevor Harrison forstjóri Chelsea sagði þannig á aðalfundi sjóðsins í Gloucester að þeir skömmuðust sín mikið..."og við biðjum innilega afsökunar." Tap breskra banka og fjármálastofnanna á íslensku bönkunum kemur einnig niður á þessum sjóðum að því leyti að innistæðusjóður bankatrygginga í Bretlandi (FSCS) hefur farið fram á það við þessa aðila að þeir auki greiðslur sínar til FSCS til að mæta tapinu. Hlutur fasteignasjóðanna í þessari aukningu nemur rúmlega 122 milljónum punda fyrir síðasta ár og hefur það dregið verulega úr hagnaði þeirra fyrir árið.
Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Lukkuhjól hlaðið vinningum á opnun Raflands Samstarf Fleiri fréttir „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira