Ekkert gekk hjá Birgi Leifi Hafþórssyni á opna ítalska meistaramótinu í golfi á lokakeppnisdegi mótsins í dag.
Birkir Leifur lék á 75 höggum í dag eða fjórum höggum yfir pari. Honum gekk einnig illa í gær en þá lék hann á 76 höggum.
Birgir Leifur átti sannkallaðan draumahring á öðrum keppnisdegi en þá lék hann á sex höggum undir pari og var í þriðja sæti fyrir þriðja hringinn.
Hann er hins vegar nú í 64.-66. sæti af þeim 70 keppendum sem komust í gegnum niðurskurðinn.
Birgir Leifur byrjaði á fugli í dag en fékk svo skolla á 7., 9., og 10. holu. Hann lauk svo keppni með því að fá skramba á 18. holu.