Sport

Guðmundur semur við sænskt borðtennislið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Eggert Stephensen.
Guðmundur Eggert Stephensen. Mynd/Pétur Stephensen
Guðmundur Eggert Stephensen, Íslandsmeistari í borðtennis, hefur samið við sænska úrvalsdeildarliðinu BTK Warta um að leika með liðinu það sem eftir lifir tímabils. Guðmundur varð sænskur meistari með Eslövs árin 2007 og 2008.

BTK Warta er frá Gautaborg í Svíþjóð sem er einn elsti klúbbur í Svíþjóð með mikla borðtennis hefð. Liðið er sem stendur í 5. sæti úrvalsdeildarinnar og má búast við að Guðmundi sé ætlað stórt hlutverk hjá liðinu að koma því í úrslitakeppnina um Sænska meistaratitilinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×