Magnús Ármann stendur í ströngu Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 25. ágúst 2009 18:59 Í nægu er að snúast hjá Magnúsi Ármann þessa daganna. Kaupþing hefur stefnt honum, sérstakur sakskóknari rannsakar meinta markaðsmisnotkun í viðskiptum sem félag í hans eigu átti auk þess sem ríkisskattstjóri rannsakar greiðslukortanotkun hans. Magnús Ármann hefur verið áberandi í íslensku viðskiptalífi undanfarin ár. Hann átti um tíma stóran hlut í bresku tískuvörukeðjunni Karen Millen ásamt Sigurði Bollasyni. Hlutinn seldu þeir síðar til Baugs. Þá átti hann einnig hlut í TM í gegnum félag sitt Imon sem átti einnig um 7,5 prósent hlut í sparisjóðnum Byr. Hann var einnig hluthafi í FL group í gegnum félagið Materia Invest en aðrir eigendur þess félags eru Þorsteinn Jónsson, kenndur við Kók, og breski kaupsýslumaðurinn Kevin Stanford. Magnús sat í stjórn 365 og kom inn í stjórn FL Group árið 2007 þegar stór hluti stjórnarinnar gekk út. Það er því ljóst að Magnús hafði í nægu að snúast í góðærinu. Líklega verður svo áfram en verkefnin þó af öðrum toga. Sérstakur saksóknari hefur haft meinta markaðsmisnotkun í viðskiptum Imons og Landsbankans við kaup á 4% hlut í bankanum rétt fyrir hrun til rannsóknar. Fréttastofa Stöðvar 2 greindi svo frá því í gær að Ríkisskattstjóri rannsaki nú notkun Magnúsar á erlendum greiðslukortum hér á landi. Kort Magnúsar voru notuð fyrir allt að 40 milljónir króna á einu ári. Enginn af þeim sem er til rannsóknar mun hafa notað kort sín í jafn miklum mæli. Þá hefur nýi Kaupþing stefnt Magnúsi vegna 730 milljóna króna láns sem bankinn veitt félaginu Materia Invest. Fari svo að ábyrgðin falli á Magnús mun hann þurfa að greiða 240 milljónir króna. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Í nægu er að snúast hjá Magnúsi Ármann þessa daganna. Kaupþing hefur stefnt honum, sérstakur sakskóknari rannsakar meinta markaðsmisnotkun í viðskiptum sem félag í hans eigu átti auk þess sem ríkisskattstjóri rannsakar greiðslukortanotkun hans. Magnús Ármann hefur verið áberandi í íslensku viðskiptalífi undanfarin ár. Hann átti um tíma stóran hlut í bresku tískuvörukeðjunni Karen Millen ásamt Sigurði Bollasyni. Hlutinn seldu þeir síðar til Baugs. Þá átti hann einnig hlut í TM í gegnum félag sitt Imon sem átti einnig um 7,5 prósent hlut í sparisjóðnum Byr. Hann var einnig hluthafi í FL group í gegnum félagið Materia Invest en aðrir eigendur þess félags eru Þorsteinn Jónsson, kenndur við Kók, og breski kaupsýslumaðurinn Kevin Stanford. Magnús sat í stjórn 365 og kom inn í stjórn FL Group árið 2007 þegar stór hluti stjórnarinnar gekk út. Það er því ljóst að Magnús hafði í nægu að snúast í góðærinu. Líklega verður svo áfram en verkefnin þó af öðrum toga. Sérstakur saksóknari hefur haft meinta markaðsmisnotkun í viðskiptum Imons og Landsbankans við kaup á 4% hlut í bankanum rétt fyrir hrun til rannsóknar. Fréttastofa Stöðvar 2 greindi svo frá því í gær að Ríkisskattstjóri rannsaki nú notkun Magnúsar á erlendum greiðslukortum hér á landi. Kort Magnúsar voru notuð fyrir allt að 40 milljónir króna á einu ári. Enginn af þeim sem er til rannsóknar mun hafa notað kort sín í jafn miklum mæli. Þá hefur nýi Kaupþing stefnt Magnúsi vegna 730 milljóna króna láns sem bankinn veitt félaginu Materia Invest. Fari svo að ábyrgðin falli á Magnús mun hann þurfa að greiða 240 milljónir króna. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira