Enski boltinn

Wenger vorkennir Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Nordic Photos / Getty Images

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist bera mikla samkennd með Liverpool vegna ófara síðarnefnda liðsins í haust.

Liverpool mætir ungverska liðinu Debrecen á útivelli í Meistaradeildinni í kvöld og verður að sigra og stóla á hagstæð úrslit í leik Fiorentina og Lyon til að eiga möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslit keppninnar.

„Liverpool er félag sem á sér afar ríka sögu og stuðningsmenn þess hafa í mínum huga ávallt verið öðrum til fyrirmyndar," sagði Wenger. „En félagið hefur verið svolítið óheppið undanfarnar sex vikur. Liðið hefur ekki fengið það sem það átti skilið úr sínum leikjum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×