Fótbolti

Beckham og félagar komnir í úrslit MLS

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

David Beckham stefnir hraðbyri að því að verða meistari í þriðja landinu. Félag Beckhams, LA Galaxy, komst í gær í úrslit MLS-deildarinnar í Bandaríkjunum.

Liðið skellti þá Houston Dynamo, 2-0. Gerg Berhalter fylgdi eftir aukaspyrnu Beckham og kom Galaxy yfir. Landon Donovan kláraði svo leikinn með marki úr vítaspyrnu en bæði mörkin komu í framlengingu.

Galaxy mætir annað hvort Chicago Fire eða Real Salt Lake í úrslitaleik í næstu viku.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×