„Sigurjón Árnason heitinn bað fyrir mér og sjö mínútum seinna breyttist vanlíðan í vellíðan. Mér fannst ég svífa á silkisæng," segir Gylfi Ægisson meðal annars aðspurður hvernig hann hætti að drekka.
Hljómsveitin Paparnir rauk beint á topp tónlistans með nýjustu plötuna „Ég verð að dansa" með vinsælustu lögum og textum Gylfa Ægissonar.
Platan batt þannig enda á sigurgöngu Eurovision-plötu keppninnar í ár, en hún hefur verið á toppnum síðustu vikur.
Alls eru 15 lög á plötunni, en á meðal þeirra eru smellir á borð við: Jibbý jei, Gústi guðsmaður, Út á gólfið, Minning um mann, Stolt siglir fleyið mitt, Í sól og sumaryl, Fallerí fallera og Sjúddiraríei.