Fótbolti

Ronaldinho: Ólíkt Ancelotti þá leyfir Leonardo mér að spila

Ómar Þorgeirsson skrifar
Ronaldinho.
Ronaldinho. Nordic photos/AFP

Brasilíumaðurinn Ronaldinho hjá AC Milan er nú loksins farinn að sýna meira af þeim snilldartöktum sem gerðu það að verkum að hann var álitinn einn besti leikmaður heims þegar hann lék með Barcelona á sínum tíma.

Ronaldinho hrósaði knattspyrnustjóranum Leonardo í nýlegu viðtali þegar hann var spurður út í viðsnúninginn hjá sér en skaut þá jafnframt létt á Carlo Ancelotti, fyrrum stjóra AC Milan og núverandi stjóra Chelsea.

„Hver er munurinn á Ancelotti og Leonardo? Ólíkt Ancelotti þá leyfir Leonardo mér að spila. Ég er nú búinn að fá tækifæri til þess að aðlagast ítalska boltanum og tala tungumálið og líður hreint út sagt mjög vel hjá AC Milan.

Tilkoma Leonardo hefur hjálpað mér mjög og hann hefur fengið mig til þess að brosa á nýjan leik og ég er sannfærður um að félagið hafi gert hárréttan hlut þegar hann var ráðinn til starfsins," segir Ronaldinho í viðtali við ítalska blaðið Forza Milan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×