Fótbolti

Souness: Ferguson og Wenger gætu ekki náð árangri með Skota

Ómar Þorgeirsson skrifar
Graham Souness.
Graham Souness. Nordic photos/AFP

Hinn málglaði Graham Souness, fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool og Newcastle, kveðst finna til með George Burley, landsliðsþjálfara Skotlands, en Skotland tapaði 3-0 gegn Wales í vináttulandsleik um helgina.

Souness kennir lélegum leikmannahópi Skotlands um hörmulegt gengi landsliðsins undanfarið og kveðst sjálfur ekki hafa neinn áhuga á starfinu.

„Þetta er erfitt starf vegna þess að leikmannahópinn skortir gæði. Ég held að sama þótt Sir Alex Ferguson eða Arsene Wenger væru landsliðsþjálfarar Skotlands þá væri niðurstaðan ekki mikið öðruvísi en hjá Burley. Ég hef því engan áhuga á starfinu, hvorki nú né eftir eitt ár.

Þetta starf hentar mér bara ekki á þessum tímapunkti og það tekur því heldur ekki að tala um þetta þar sem staðan er ekki á lausu eins og er," segir Souness í viðtali við Sky Sports fréttastofuna en talið er að starf Burley hangi nú á bláþræði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×