Fótbolti

Búið að reka Burley

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
George Burley.
George Burley. Mynd/Daníel

Skoska knattspyrnusambandið rak í dag George Burley landsliðsþjálfara í kjölfar slæms gengis landsliðsins að undanförnu.

Skotlandi gekk ekki vel í undankeppni HM 2010 en liðið lék í sama riðli og Ísland og varð í þriðja sæti.

Eftir undankeppnina ákvað stjórn knattspyrnusambandsins að halda tryggð við Burley en hefur nú skipt um skoðun eftir að liðið tapaði bæði fyrir Japan og Wales í vináttulandsleikjum nýverið.

Burley stýrði Skotum í fjórtán landsleikjum og vann liðið aðeins þrjá þeirra - þar af tvo gegn Íslandi.

Næsti leikur Skota er vináttuleikur gegn Tékklandi í mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×