Viðskipti erlent

Kínverskur bílaframleiðandi íhugar kaup á Vauxhall

Kínverskur bílaframleiðandi íhugar nú kaup á framleiðslu Vauxhall bifreiðanna í Bretlandi. Yfir 5000 manns starfa hjá fyrirtækinu í Bretlandi.

Kínverski bílaframleiðandinn hefur óskað eftir gögnum um fyrirtækið er í eigu General Motors en bandaríska stórfyrirtækið hefur átt í miklum fjárhagserfiðleikum undanfarin misseri. Allt eins líklegt er að fyrirtækið verði gjaldþrota.

Þýski bankinn Commerzbank hefur umsjón með hugsanlegri sölu Vauxhall fyrir General Motors. Þá er jafnvel talið líklegt Vauxhall verði sameinað þýska bílaframleiðandum Opel.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×