Sigurður Ingimundarson er búinn að velja tólf manna landsliðshóp sem tekur þátt í Smáþjóðaleikunum á Kýpur sem hefjast í byrjun næsta mánaðar. Hlynur Bæringsson og Jón Arnór Stefánsson eru hvorugir í hópnum en vonir stóðu til að þeir gætu náð mótinu.
Sigurður velur einn nýliða að þessu sinni, Stjörnumanninn Fannar Freyr Helgason. Fannar Freyr spilaði vel með Stjörnuliðinu í vetur og var lykilmaður þegar Garðabæjarliðið tryggði sér bikarmeistaratitilinn.
Íslenska landsliðið spilar fimm leiki á fimm dögum á Smáþjóðaleikunum. Liðið mætir þar Möltu, Kýpur, Andorra, San Marínó og Lúxemborg. Íslenska liðið hefur titil að verja en liðið vann gull á síðustu leikum sem fóru fram í Mónakó 2007.
Helmingur af hópnum í ár var með þegar liðið vann gullið í Mónakó fyrir tveimur árum. það eru þeir Hörður Axel Vilhjálmsson, Jóhann Árni Ólafsson, Logi Gunnarsson, Magnús Þór Gunnarsson, Páll Axel Vilbergsson og Þorleifur Ólafsson.
Karlalið Íslands á Smáþjóðaleikunum 2009:
Bakverðir
Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík 7 leikir
Logi Gunnarson, Njarðvík 67 leikir
Magnús Þór Gunnarsson, Njarðvík 64 leikir
Pavel Ermolinski, La Palma, Spáni 5 leikir
Þorleifur Ólafsson, Grindavík 9 leikir
Framherjar
Jóhann Árni Ólafsson, Proveo Merlins, Þýskalandi 7 leikir
Jón Norðdal Hafsteinsson, Keflavík 46 leikir
Páll Axel Vilbergsson, Grindavík 84 leikir
Sigurður Þorvaldsson, Snæfelli 42 leikir
Miðherjar
Fannar Freyr Helgason, Stjörnunni Nýliði
Fannar Ólafsson, KR 69 leikir
Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Keflavík 12 leikir