Innlent

Sýknaður í Hæstarétti: „Réttlætið sigraði að lokum“

Anton Kristinn Þórarinsson var sýknaður í Hæstarétti í dag.
Anton Kristinn Þórarinsson var sýknaður í Hæstarétti í dag.

Anton Kristinn Þórarinsson var í dag sýknaður í Hæstarétti af fíkniefnainnflutningi en hann hafði áður verið sakfelldur ásamt Jóni Halldóri Arnarssyni fyrir innflutning á samtals 701,54 grömmum af kókaíni í Héraðsdómi. Efnin voru flutt í tvennu lagi til Íslands frá Hollandi um Danmörku, ætluðu til söludreifingar hér á landi. Jón Halldór játaði aðild sína að innflutningnum með þeim athugasemdum að hann hefði ekki lagt á ráðin um innflutninginn með Antoni.

Hæstiréttur staðfesti sakfellingu yfir Jóni sem dæmdur var í tveggja ára fangelsi. Lögregla hleraði Anton og kom meðal annars hlerunarbúnaði fyrir í bifreið hans um það bil einu ári áður en hann var handtekinn.

Í dómi Hæstaréttir segir hinsvegar að hvergi hafi verið að finna í gögnum lögreglu staðfesting á aðild Antons að málinu.

„Ég er alveg í skýjunum með þessa niðurstöðu, réttlætið sigraði að lokum,"

Sjá einnig:

Höfuðpaurinn í kókaínmálinu segir dóminn hlægilegan

Lögmaður höfuðpaursins: „Maður hefur ekki séð þetta áður"









Fleiri fréttir

Sjá meira


×