Sport

Bolt og Gay öruggir áfram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Usain Bolt í Berlín í morgun.
Usain Bolt í Berlín í morgun. Nordic Photos / Bongarts

Fátt kom á óvart í undanrásum 100 metra hlaups karla á HM í frjálsíþróttum sem hófst í Berlín í dag.

Usain Bolt frá Jamaíku, þrefaldur Ólympíumeistari og heimsmetshafi í greininni, komst örugglega áfram og hið sama má segja um Bandaríkjamanninn Tyson Gay. Bolt hljóp á 10,20 sekúndum og Gay á 10,16.

Næstbesta tímanum í undanrásunum náði Bretinn Dwain Chambers er hann hljóp á 10,18 sekúndum.

Næsta umferð fer fram síðar í dag. Undanúrslitin fara svo fram í fyrramálið og sjálft úrslitahlaupið er annað kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×