Viðskipti erlent

Hlutabréfavísitölur rétta úr kútnum

Heldur hafa hlutabréfavísitölur í Evrópu og Bandaríkjunum verið að hækka undanfarið, ef frá er talinn hikstinn sem varð í kjölfar fregna frá Dúbaí í lok síðustu viku. Íslenska aðalvísitalan lækkaði eins og kunnugt er um ríflega 95% frá sínu hæsta gildi niður í sitt lægsta, en frá því að hún náði botni í vor hefur hún hækkað um ríflega fjórðung.

Hagfræðideild Landsbankans fjallar um málið í Hagsjá sinni. Þar segir að þær vísitölur sem er næst komnar því að ná sínum gömlu hæðum eru bandaríska NASDAQ-vísitalan sem hefur unnið til baka tæp 60% af lækkuninni sem varð á henni og hefur hækkað um 71% frá sínu lægsta gildi í vor.

Þá hafa hlutabréfavísitölur Ungverjalands, Spánar, Noregs og Svíþjóðar ásamt bresku FTSE og bandarísku Dow Jones vísitölunum náð að dekka ríflega helming af þeirri lækkun sem varð á þeim, en þær lækkuðu um 48-65% frá sínu hæsta gildi áður en þær hófu að hækka að nýju.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×