Enski boltinn

Behrami verður ekki seldur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Valon Behrami í leik með West Ham.
Valon Behrami í leik með West Ham. Nordic Photos / Getty Images

Gianluca Nani, yfirmaður íþróttamála hjá West Ham, segir að ekki komi til greina að selja Valon Behrami í janúar næstkomandi en hann hefur verið orðaður við Juventus á Ítalíu.

Behrami kom til félagsins fyrir tímabilið í fyrra frá Lazio og nú vill Juventus fá hann í sínar raðir.

West Ham á eins og kunnugt er í miklum fjárhagsvandræðum og gæti freistast til að selja leikmenn.

„Ég vil ítreka að félagið mun ekki selja neinn af okkar bestu leikmönnum," sagði Nani við ítalska útvarpsstöð. „Sem stendur er ástandið gott og því verður Behrami áfram hjá West Ham."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×