NBA í nótt: Boston vann toppslaginn í Austrinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. mars 2009 11:00 LeBron James og Ray Allen ræða við einn dómara leiksins í nótt. Nordic Photos / Getty Images Boston vann í nótt sigur á Cleveland á heimavelli, 105-94, í toppslag Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Cleveland er þó enn í toppsætinu þrátt fyrir tapið. Þessi barátta gæti skipt gríðarmiklu máli enda ekki ólíklegt að þessi tvö lið mætast í úrslitum Austurdeildarinnar nú í vor. Þá gæti heimavallarrétturinn reynst dýrmætur en sem stendur er Cleveland með betri árangur. Það má reyndar ekki miklu muna en Cleveland er með örlítið betra sigurhlutfall - hefur unnið 48 af 61 en Boston 49 af 63. Boston hefur nú unnið tvo af þremur innbyrðisviðureignum liðanna en liðin eiga eftir að mætast einu sinni enn - á heimavelli Cleveland. Síðan að Boston byrjaði að tefla þeim Paul Pierce, Ray Allen og Kevin Garnett saman fram hefur hvorugt lið unnið hitt á útivelli. Þessi lið mættust í úrslitum Austudeildarinnar í fyrra og þá vann Boston sem var þá með heimavallarréttinn. Pierce var með 29 stig í leiknum, varamaðurinn Leon Powe 20 stig og ellefu fráköst fyrir Boston en Garnett var ekki með liðinu í nótt. Hann hefur misst af síðustu sjö leikjum liðsins vegna hnémeiðsla. Mo Williams var með 26 stig fyrir Cleveland og LeBron James 21 sem hefur oft spilað betur. Hann hitti aðeins úr fimm af fimmtán skotum sínum utan af velli. Miami vann Toronto, 108-102, þar sem Dwyane Wade fór á kostum. Hann var með 42 stig og hefur nú skorað meira en 40 stig í fjórum af síðustu sjö leikjum sínum - þar af hefur hann einu sinni skorað meira en 50 stig. Hann hitti úr alls 17 af 23 skotum sínum utan af velli. Hann hefur nú skorað 35,8 stig að meðaltali í leik síðan að deildin fór í frí um stjörnuleikshelgina. Miami mætir Cleveland á útivelli í kvöld og verður afar athyglisvert að fylgjast með þeim félögum Wade og LeBron James á vellinum. Þessi lið mættust síðast á mánudaginn og þá vann Cleveland þar sem James var með 42 stig en Wade 41. Orlando vann New Jersey, 105-102. Dwight Howard var með 26 stig og fimmtán fráköst. Detroit vann Golden State, 108-91. Richard Hamilton var með 22 stig en þetta var fjórði sigur Detroit í röð. Charlotte vann Atlanta, 98-91. Gerald Wallace var með 21 stig en þetta var fimmti sigur Charlotte í röð sem er metjöfnun hjá félaginu. Houston vann Phoenix, 116-112. Aaron Brooks skoraði 30 stig og setti þar með persónulegt met. Hann skorað sigurkörfuna í leiknum með því að keyra upp að körfunni fram hjá sjálfum Shaquille O'Neal. Chicago vann Milwaukee, 117-102. Ben Gordon var með 34 stig og Chicago kom sér með sigrinum upp í áttunda sæti Austurdeildarinnar. Utah vann Denver, 97-91, þar sem Deron Williams skoraði 25 stig, þar af tólf í þriðja leikhluta. Utah var á kafla nítján stigum undir í leiknum en vann að lokum sinn tíunda sigur í röð. LA Lakers vann Minnesota, 110-90. Kobe Bryant var með 23 stig og Pau Gasol 21 fyrir Lakers sem varð þar með fyrsta liðið í NBA-deildinni til að ná 50 sigurleikjum á tímabilinu. Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Galin mistök kostuðu Bears væntanlega leikinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Sjá meira
Boston vann í nótt sigur á Cleveland á heimavelli, 105-94, í toppslag Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Cleveland er þó enn í toppsætinu þrátt fyrir tapið. Þessi barátta gæti skipt gríðarmiklu máli enda ekki ólíklegt að þessi tvö lið mætast í úrslitum Austurdeildarinnar nú í vor. Þá gæti heimavallarrétturinn reynst dýrmætur en sem stendur er Cleveland með betri árangur. Það má reyndar ekki miklu muna en Cleveland er með örlítið betra sigurhlutfall - hefur unnið 48 af 61 en Boston 49 af 63. Boston hefur nú unnið tvo af þremur innbyrðisviðureignum liðanna en liðin eiga eftir að mætast einu sinni enn - á heimavelli Cleveland. Síðan að Boston byrjaði að tefla þeim Paul Pierce, Ray Allen og Kevin Garnett saman fram hefur hvorugt lið unnið hitt á útivelli. Þessi lið mættust í úrslitum Austudeildarinnar í fyrra og þá vann Boston sem var þá með heimavallarréttinn. Pierce var með 29 stig í leiknum, varamaðurinn Leon Powe 20 stig og ellefu fráköst fyrir Boston en Garnett var ekki með liðinu í nótt. Hann hefur misst af síðustu sjö leikjum liðsins vegna hnémeiðsla. Mo Williams var með 26 stig fyrir Cleveland og LeBron James 21 sem hefur oft spilað betur. Hann hitti aðeins úr fimm af fimmtán skotum sínum utan af velli. Miami vann Toronto, 108-102, þar sem Dwyane Wade fór á kostum. Hann var með 42 stig og hefur nú skorað meira en 40 stig í fjórum af síðustu sjö leikjum sínum - þar af hefur hann einu sinni skorað meira en 50 stig. Hann hitti úr alls 17 af 23 skotum sínum utan af velli. Hann hefur nú skorað 35,8 stig að meðaltali í leik síðan að deildin fór í frí um stjörnuleikshelgina. Miami mætir Cleveland á útivelli í kvöld og verður afar athyglisvert að fylgjast með þeim félögum Wade og LeBron James á vellinum. Þessi lið mættust síðast á mánudaginn og þá vann Cleveland þar sem James var með 42 stig en Wade 41. Orlando vann New Jersey, 105-102. Dwight Howard var með 26 stig og fimmtán fráköst. Detroit vann Golden State, 108-91. Richard Hamilton var með 22 stig en þetta var fjórði sigur Detroit í röð. Charlotte vann Atlanta, 98-91. Gerald Wallace var með 21 stig en þetta var fimmti sigur Charlotte í röð sem er metjöfnun hjá félaginu. Houston vann Phoenix, 116-112. Aaron Brooks skoraði 30 stig og setti þar með persónulegt met. Hann skorað sigurkörfuna í leiknum með því að keyra upp að körfunni fram hjá sjálfum Shaquille O'Neal. Chicago vann Milwaukee, 117-102. Ben Gordon var með 34 stig og Chicago kom sér með sigrinum upp í áttunda sæti Austurdeildarinnar. Utah vann Denver, 97-91, þar sem Deron Williams skoraði 25 stig, þar af tólf í þriðja leikhluta. Utah var á kafla nítján stigum undir í leiknum en vann að lokum sinn tíunda sigur í röð. LA Lakers vann Minnesota, 110-90. Kobe Bryant var með 23 stig og Pau Gasol 21 fyrir Lakers sem varð þar með fyrsta liðið í NBA-deildinni til að ná 50 sigurleikjum á tímabilinu. Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Galin mistök kostuðu Bears væntanlega leikinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Sjá meira